Fiskurinn er farinn – listin er komin Magnús Guðmundsson skrifar 3. júní 2015 13:00 Spessi bendir á hversu miklu fjárfesting í listum og menningu getur skilað fyrir lítil samfélög. Visir/Stefán Sigurþór Hallbjörnsson er mörgum kunnur undir nafninu Spessi ljósmyndari. Um liðna helgi opnaði Spessi sýningu í Galleríi Listamönnum þar sem hann sýnir ljósmyndir frá eyjunni Fogo við Nýfundnaland á austurströnd Kanada. „Mér var fyrst boðið að koma þarna árið 2010. Það kom þannig til að Elísabet Gunnarsdóttir var að vinna fyrir konu sem heitir Zita Cobb og er milljarðamæringur en hún er frá Fogo. Verkefni Elísabetar fólst í að setja upp listamannabústaði, svokallað artist-residence, fyrir þessa konu sem vildi fjárfesta og gera eitthvað fyrir heimabyggð sína. Elísabet er í raun stofnandi og fyrsti stjórnandi þessarar listamannabyggðar en hún hafði komið að slíku áður í Noregi og Zita Cobb var mjög hrifin af því konsepti öllu. Þær vantaði ljósmyndara sem tekur ekki þessar venjulegu póstkortamyndir heldur er meira að taka raunmyndir af samfélaginu og ég var fenginn til verksins.“Þungt samfélag Spessi segir að fyrir um þrjátíu árum hafi Fogo-eyja verið sett í fiskveiðibann eftir að ofnýting stofna hafði verið gríðarleg um langan tíma. „Það var hreinlega búið að veiða allan fiskinn úr sjónum og ekkert annað í stöðunni en að setja fiskveiðibann á svæðið. Þá var þetta búið að vera nokkuð farsælt fiskimannasamfélag um langa hríð. Fyrir þremur öldum voru það Englendingar, Frakkar og Írar sem sóttu mikið í þessa matarkistu og í framhaldinu myndaðist samfélagið. Eitt þorpið er þannig til að mynda alfarið írskt og svona hefur þetta lifað. Þegar fiskveiðin hrundi var þetta um 5.000 manna samfélag en nú búa þarna um 2.000 manns. Það er þungt yfir þessu samfélagi. Þegar ég kom þarna fyrst þá hugsaði ég nú fljótlega hvernig ég ætlaði að fara að því að vera á staðnum í heilan mánuð. Ég er frá Ísafirði og þekki þessa stemningu og þessar tilfinningar. Þessa þungu undiröldu sem getur verið í fólki þegar lítið er um vinnu og lítil von um betri tíð. En síðan fékk ég aðstoðarkonu sem tengdi mig við nærsamfélagið og þá fóru hlutirnir að gerast.“Fólkið á Fogo-Eyju Spessi myndaði mikið daglegt líf fólks og aðstæður á Fogo-eyju við Nýfundnaland.Ljósmynd/SpessiMatarleifar og pósthús Sýning Spessa ber yfirskriftina: Matur, fólk & pósthús. Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær. „Ég myndaði mikið í fyrstu ferðinni og þá var ég enn dálítið leitandi. En síðan sneri ég aftur 2011 og það var að vetrarlagi og þá var ég meira með á hreinu hvað ég vildi. Titill sýningarinnar kom til mín í seinni ferðinni þegar ég fór að horfa á samfélagið. Þá fór ég að hugsa um þessa eyju sem matarkistu og tók líka eftir að lífið þarna snýst mikið um mat. Mat í dagsins önn og mat sem er uppurinn. Ég myndaði fólkið og ég myndaði matinn en þó mest matarleifarnar til þess að búa til tíma og segja þessa sögu matarins sem er búinn. Svo er alveg stórmerkilegt þarna að ef það er fólk þá er pósthús og við það er flaggað. Það eru pósthús úti um allt, jafnvel bara í litlum skúrum þar sem getur vart heitið að sé að finna þorp. Þar er pósthús. En þetta þróast einhvern veginn svona hjá mér að áður en ég veit af er ég farinn að segja sögu samfélagsins. Samfélags sem er um margt skylt ýmsu sem við þekkjum hér heima.“Matarleifarnar sem Spessi myndaði eru táknrænar fyrir það hvernig matarkista eyjaskeggja tæmdist á sínum tíma.Ljósmynd/SpessiListin er leið Spessi segir að sú uppbygging sem hafi komið með listamannabyggðinni hafi greinilega haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir svona smátt samfélag sem hefur átt í vök að verjast. „Það er afskaplega gefandi í skapandi vinnu að njóta vinnudvalar á svona stað. Þarna eru listmenn sem veita hver öðrum innblástur og fá innblástur frá samfélaginu. Það sem gerist líka er að samfélagið fær innblástur frá listamönnunum og í heildina virkar þetta gríðarlega hvetjandi á allt. Byggðin fyrir listamennina er mjög flott og svo er líka komið þarna fjögurra stjarna hótel þar sem eru haldnar ráðstefnur, vinnufundir og alls konar viðburðir. Fyrir fólk sem kemur frá borgum á borð við New York og Toronto þá þykir þetta rosalega kúl en fyrir okkur sem komum frá Íslandi þá er þetta eins og ákveðið birtingarform af Vestfjörðunum. Vestfirðir kynntir með timbri. En það er forvitnilegt fyrir okkur að sjá hvað listir og menning geta skapað mikið með réttu fjárfestingunum á ótrúlegustu stöðum. Eftir að hafa verið þarna getur maður rétt ímyndað sér hvað væri hægt að gera mikið með milljarð í uppbyggingu í listum og menningu á Vestfjörðum svo dæmi sé tekið. Það er hægt að skapa störf, skapa verðmæti, skapa líf og uppbyggingu sem hverfur ekki þó svo þorskurinn láti ekki sjá sig.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sigurþór Hallbjörnsson er mörgum kunnur undir nafninu Spessi ljósmyndari. Um liðna helgi opnaði Spessi sýningu í Galleríi Listamönnum þar sem hann sýnir ljósmyndir frá eyjunni Fogo við Nýfundnaland á austurströnd Kanada. „Mér var fyrst boðið að koma þarna árið 2010. Það kom þannig til að Elísabet Gunnarsdóttir var að vinna fyrir konu sem heitir Zita Cobb og er milljarðamæringur en hún er frá Fogo. Verkefni Elísabetar fólst í að setja upp listamannabústaði, svokallað artist-residence, fyrir þessa konu sem vildi fjárfesta og gera eitthvað fyrir heimabyggð sína. Elísabet er í raun stofnandi og fyrsti stjórnandi þessarar listamannabyggðar en hún hafði komið að slíku áður í Noregi og Zita Cobb var mjög hrifin af því konsepti öllu. Þær vantaði ljósmyndara sem tekur ekki þessar venjulegu póstkortamyndir heldur er meira að taka raunmyndir af samfélaginu og ég var fenginn til verksins.“Þungt samfélag Spessi segir að fyrir um þrjátíu árum hafi Fogo-eyja verið sett í fiskveiðibann eftir að ofnýting stofna hafði verið gríðarleg um langan tíma. „Það var hreinlega búið að veiða allan fiskinn úr sjónum og ekkert annað í stöðunni en að setja fiskveiðibann á svæðið. Þá var þetta búið að vera nokkuð farsælt fiskimannasamfélag um langa hríð. Fyrir þremur öldum voru það Englendingar, Frakkar og Írar sem sóttu mikið í þessa matarkistu og í framhaldinu myndaðist samfélagið. Eitt þorpið er þannig til að mynda alfarið írskt og svona hefur þetta lifað. Þegar fiskveiðin hrundi var þetta um 5.000 manna samfélag en nú búa þarna um 2.000 manns. Það er þungt yfir þessu samfélagi. Þegar ég kom þarna fyrst þá hugsaði ég nú fljótlega hvernig ég ætlaði að fara að því að vera á staðnum í heilan mánuð. Ég er frá Ísafirði og þekki þessa stemningu og þessar tilfinningar. Þessa þungu undiröldu sem getur verið í fólki þegar lítið er um vinnu og lítil von um betri tíð. En síðan fékk ég aðstoðarkonu sem tengdi mig við nærsamfélagið og þá fóru hlutirnir að gerast.“Fólkið á Fogo-Eyju Spessi myndaði mikið daglegt líf fólks og aðstæður á Fogo-eyju við Nýfundnaland.Ljósmynd/SpessiMatarleifar og pósthús Sýning Spessa ber yfirskriftina: Matur, fólk & pósthús. Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær. „Ég myndaði mikið í fyrstu ferðinni og þá var ég enn dálítið leitandi. En síðan sneri ég aftur 2011 og það var að vetrarlagi og þá var ég meira með á hreinu hvað ég vildi. Titill sýningarinnar kom til mín í seinni ferðinni þegar ég fór að horfa á samfélagið. Þá fór ég að hugsa um þessa eyju sem matarkistu og tók líka eftir að lífið þarna snýst mikið um mat. Mat í dagsins önn og mat sem er uppurinn. Ég myndaði fólkið og ég myndaði matinn en þó mest matarleifarnar til þess að búa til tíma og segja þessa sögu matarins sem er búinn. Svo er alveg stórmerkilegt þarna að ef það er fólk þá er pósthús og við það er flaggað. Það eru pósthús úti um allt, jafnvel bara í litlum skúrum þar sem getur vart heitið að sé að finna þorp. Þar er pósthús. En þetta þróast einhvern veginn svona hjá mér að áður en ég veit af er ég farinn að segja sögu samfélagsins. Samfélags sem er um margt skylt ýmsu sem við þekkjum hér heima.“Matarleifarnar sem Spessi myndaði eru táknrænar fyrir það hvernig matarkista eyjaskeggja tæmdist á sínum tíma.Ljósmynd/SpessiListin er leið Spessi segir að sú uppbygging sem hafi komið með listamannabyggðinni hafi greinilega haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir svona smátt samfélag sem hefur átt í vök að verjast. „Það er afskaplega gefandi í skapandi vinnu að njóta vinnudvalar á svona stað. Þarna eru listmenn sem veita hver öðrum innblástur og fá innblástur frá samfélaginu. Það sem gerist líka er að samfélagið fær innblástur frá listamönnunum og í heildina virkar þetta gríðarlega hvetjandi á allt. Byggðin fyrir listamennina er mjög flott og svo er líka komið þarna fjögurra stjarna hótel þar sem eru haldnar ráðstefnur, vinnufundir og alls konar viðburðir. Fyrir fólk sem kemur frá borgum á borð við New York og Toronto þá þykir þetta rosalega kúl en fyrir okkur sem komum frá Íslandi þá er þetta eins og ákveðið birtingarform af Vestfjörðunum. Vestfirðir kynntir með timbri. En það er forvitnilegt fyrir okkur að sjá hvað listir og menning geta skapað mikið með réttu fjárfestingunum á ótrúlegustu stöðum. Eftir að hafa verið þarna getur maður rétt ímyndað sér hvað væri hægt að gera mikið með milljarð í uppbyggingu í listum og menningu á Vestfjörðum svo dæmi sé tekið. Það er hægt að skapa störf, skapa verðmæti, skapa líf og uppbyggingu sem hverfur ekki þó svo þorskurinn láti ekki sjá sig.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira