„Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 15:58 Hildur Knútsdóttir birti ársuppgjör sitt fyrir bóksölu. Vísír/Anton Brink Barnabókahöfundur birti uppgjör sitt fyrir bóksölu síðasta árs. Mikill munur er á greiðslum fyrir bóksölu og spilun á streymisveitunni Storytel. Hún segir rithöfunda verða að reiða sig á listamannalaun en þau séu alls ekki nóg. „Listamannalaun eru grundvöllur fyrir því að ég geti skrifað bækur,“ segir Hildur Knútsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún birti uppgjör sitt fyrir bókasölu árið 2023 á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt því fékk hún rétt rúmar 1,6 milljón krónur fyrir bóksölu. „Ég held að ég sé líklega söluhæsti ungmennabókahöfundur landsins, að minnsta kosti sum ár og ég er með baklista sem er enn að seljast. Og hérna er höfundauppgjörið mitt fyrir síðasta ár. Ég fékk rétt rúma eina og hálfa milljón, í verktakagreiðslur,“ skrifar Hildur í færslunni. „Ef við viljum að börn hafi aðgang að vönduðum bókum á íslensku þá verðum við sem skrifum þær að fá listamannalaun, því annars er bara ekki séns að lifa á þessu.“ 600 króna munur á bók og streymi Hildur vekur athygli á því í færslunni hversu lítið höfundur fær fyrir hverja hlustun á bók hennar á streymisveitunni Storytel. Útreikningur blaðamanns leiðir í ljós að Hildur fær greiddar 697,3 krónur fyrir hvert innbundið selt eintak af Ljóninu, barnabók Hildar. Ef fjárfest er í bókinni á heimasíðu Forlagsins í streymi fær Hildur 423,75 krónur. Þá fær hún 100,5 krónur greiddar í hvert skipti sem bókinni er streymt á streymisveitunni Storytel. Munurinn á seldri bók og spilun eru því 596,8 krónur. Tekjur af seldri bók eru því sjö sinnum meiri en af spilun. Hildur birtir uppgjör sitt sem höfundur hjá Forlaginu árið 2023. Tekjurnar voru 1,6 milljónir króna. „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel,“ segir Hildur. „Ég held að margir sem eru að hlusta á bækur halda að höfundar fái sirka jafn mikið þegar þeir hlusta og þegar þeir kaupa bækur.“ Raunin sé ekki sú heldur bendir Hildur á að rithöfundar fá ótrúlega lítið fyrir hverja spilun. „Fólk sem telur að höfundar ættu að geta lifað á bóksölu geri sér ekki grein fyrir því hvernig markaðurinn er. Þetta er sama fólkið sem hefur áhyggjur af íslenskunni og vill að það séu til bækur á íslensku fyrir börnin þeirra.“ Alltaf óvissa fyrir næsta ár „Það gæti enginn skrifað barna- og ungmennabækur ef það væru ekki listamannalaun,“ segir Hildur. Samt sem áður er ekki hægt að lifa einungis af á listamannalaununum. Hildur hefur fengið tólf mánuði af listamannalaunum úthlutað ár hvert síðan 2021 en tekur aukalega að sér verkefni yfir árið til að ná endum saman. „Þetta eru bara einhverjir tíuþúsundkallar sem ég fæ fyrir bóksölu ef maður dreifir því á árið.“ Hildur segir að það vakni alltaf áhyggjur varðandi úthlutun hvert ár. Óvissan ríkir hjá rithöfundum en úthlutun fyrir næsta ár hefur ekki verið birt. Tilkynnt var um listamannalaun fyrir yfirstandandi ár í byrjun desember í fyrra. „Ég hef ekki hugmynd um hvort að ég fái listamannalaun á næsta ári, það gæti vel verið að ég fái þau ekki.“ Hvorki starfsöryggi né uppsagnarfrestur Ýmsir rithöfundar hafa brugðist við færslu Hildar. Elísabet Thoroddsen segir að sem nýliði hugsi hún oft hvort að það sé þess virði að halda áfram að skrifa bækur. Andri Snær Magnason bendir á að 500 þúsund króna verktakagreiðslurnar sem listamenn fá endi í rúmum 355 þúsund krónum eftir skatta. Það sé helmingi minna en kennarar fá greitt. Starfsöryggi sé ekki neitt og sömuleiðis enginn uppsagnarfrestur. Þá segir hann að sjötíu íslenskir höfundar skipti með sér 270 milljónum en sú upphæð sé jafn há og laun fyrir um það bil fimmtán framhaldsskólakennara. Menning Listamannalaun Bókmenntir Storytel Tengdar fréttir Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06 Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. 22. júní 2024 14:43 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Listamannalaun eru grundvöllur fyrir því að ég geti skrifað bækur,“ segir Hildur Knútsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún birti uppgjör sitt fyrir bókasölu árið 2023 á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt því fékk hún rétt rúmar 1,6 milljón krónur fyrir bóksölu. „Ég held að ég sé líklega söluhæsti ungmennabókahöfundur landsins, að minnsta kosti sum ár og ég er með baklista sem er enn að seljast. Og hérna er höfundauppgjörið mitt fyrir síðasta ár. Ég fékk rétt rúma eina og hálfa milljón, í verktakagreiðslur,“ skrifar Hildur í færslunni. „Ef við viljum að börn hafi aðgang að vönduðum bókum á íslensku þá verðum við sem skrifum þær að fá listamannalaun, því annars er bara ekki séns að lifa á þessu.“ 600 króna munur á bók og streymi Hildur vekur athygli á því í færslunni hversu lítið höfundur fær fyrir hverja hlustun á bók hennar á streymisveitunni Storytel. Útreikningur blaðamanns leiðir í ljós að Hildur fær greiddar 697,3 krónur fyrir hvert innbundið selt eintak af Ljóninu, barnabók Hildar. Ef fjárfest er í bókinni á heimasíðu Forlagsins í streymi fær Hildur 423,75 krónur. Þá fær hún 100,5 krónur greiddar í hvert skipti sem bókinni er streymt á streymisveitunni Storytel. Munurinn á seldri bók og spilun eru því 596,8 krónur. Tekjur af seldri bók eru því sjö sinnum meiri en af spilun. Hildur birtir uppgjör sitt sem höfundur hjá Forlaginu árið 2023. Tekjurnar voru 1,6 milljónir króna. „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel,“ segir Hildur. „Ég held að margir sem eru að hlusta á bækur halda að höfundar fái sirka jafn mikið þegar þeir hlusta og þegar þeir kaupa bækur.“ Raunin sé ekki sú heldur bendir Hildur á að rithöfundar fá ótrúlega lítið fyrir hverja spilun. „Fólk sem telur að höfundar ættu að geta lifað á bóksölu geri sér ekki grein fyrir því hvernig markaðurinn er. Þetta er sama fólkið sem hefur áhyggjur af íslenskunni og vill að það séu til bækur á íslensku fyrir börnin þeirra.“ Alltaf óvissa fyrir næsta ár „Það gæti enginn skrifað barna- og ungmennabækur ef það væru ekki listamannalaun,“ segir Hildur. Samt sem áður er ekki hægt að lifa einungis af á listamannalaununum. Hildur hefur fengið tólf mánuði af listamannalaunum úthlutað ár hvert síðan 2021 en tekur aukalega að sér verkefni yfir árið til að ná endum saman. „Þetta eru bara einhverjir tíuþúsundkallar sem ég fæ fyrir bóksölu ef maður dreifir því á árið.“ Hildur segir að það vakni alltaf áhyggjur varðandi úthlutun hvert ár. Óvissan ríkir hjá rithöfundum en úthlutun fyrir næsta ár hefur ekki verið birt. Tilkynnt var um listamannalaun fyrir yfirstandandi ár í byrjun desember í fyrra. „Ég hef ekki hugmynd um hvort að ég fái listamannalaun á næsta ári, það gæti vel verið að ég fái þau ekki.“ Hvorki starfsöryggi né uppsagnarfrestur Ýmsir rithöfundar hafa brugðist við færslu Hildar. Elísabet Thoroddsen segir að sem nýliði hugsi hún oft hvort að það sé þess virði að halda áfram að skrifa bækur. Andri Snær Magnason bendir á að 500 þúsund króna verktakagreiðslurnar sem listamenn fá endi í rúmum 355 þúsund krónum eftir skatta. Það sé helmingi minna en kennarar fá greitt. Starfsöryggi sé ekki neitt og sömuleiðis enginn uppsagnarfrestur. Þá segir hann að sjötíu íslenskir höfundar skipti með sér 270 milljónum en sú upphæð sé jafn há og laun fyrir um það bil fimmtán framhaldsskólakennara.
Menning Listamannalaun Bókmenntir Storytel Tengdar fréttir Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06 Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. 22. júní 2024 14:43 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06
Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. 22. júní 2024 14:43