Í líflínu banka vegna verkfalls dýralækna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2015 07:00 Gjaldþrot blasir við sláturhúsinu B. Jensen í Eyjafirði ef ekki næst að semja. Lítil sem engin innkoma er í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur. Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur.
Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira