Í líflínu banka vegna verkfalls dýralækna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2015 07:00 Gjaldþrot blasir við sláturhúsinu B. Jensen í Eyjafirði ef ekki næst að semja. Lítil sem engin innkoma er í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur. Verkfall 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur.
Verkfall 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira