Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Vinnumarkaður „Ég býst ekki við öðru en að við fáum umræðu um kröfur okkar, Samtök atvinnulífsins hafa ekki opnað inn á það að ræða kröfugerðina hingað til,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Fundur SA og Rafiðnaðarsambandsins fer fram í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Kröfugerðin er skýr að mati Kristjáns Þórðar. „Við leggjum höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun í því skyni að menn geti lifað af þeim launum. Þannig næst framleiðni og árangur að okkar mati. Á þetta hefur SA ekki viljað hlusta.“
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir kröfugerð þeirra langt út fyrir mörk skynseminnar og segir þessar stéttir vera í efri hluta millitekna í landinu. „Það er ljóst að í þeirri stöðu sem upp er komin núna þar sem kjarasamningar hafa náðst við stóran hluta launþega á almennum vinnumarkaði þá erum við ekki að tala við aðra hópa um hærri samninga heldur aðeins útfærslu á kjarasamningum sem hentar ákveðnum stéttum,“ segir Þorsteinn.
Kröfugerð þeirra gengur mun lengra en var samið um við Flóabandalagið og ég sé engin rök fyrir því að hópur sem er í efri hluta millitekna eigi að fá meiri hækkun en hópar með lægstu tekjurnar.“