Heilbrigðisþjónustan á kafi í bið… Eyrún Björg Magnúsdóttir skrifar 1. júní 2015 08:00 Það vita það nær allir að álagið á heilbrigðisþjónustuna er gífurlegt. Margir finna það á eigin skinni sem notendur, aðrir heyra af því og enn aðrir reyna að standa undir því. Tökum heilbrigðisþjónustuna á Suðurlandi sem dæmi, það er stórt þjónustusvæði með fyrir fram ákveðin fjárframlög. „Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2015 er um 3,6 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns. Fjöldi íbúa í umdæminu eru um 26.000 manns.“ (Heilbrigðisstofnun Suðurlands. (e.d.). Almennar upplýsingar.) Miðað við þær tölur eru reiknaðar um 138.462 kr. á notanda á ári EÐA 7.200.000 kr. í laun á starfsmann á ári, sem eru að meðaltali 600.000 kr. á mánuði (mismunandi launaflokkar eru vitaskuld í jafn stórri stofnun og þessari). Þá er eftir allt sem heitir rekstrarkostnaður og viðhald, ferðakostnaður um umdæmið, óvænt útgjöld, þróunarstarf vegna þjónustu, endurmenntun og starfsþróun. Umdæmið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar. Það segir sig sjálft að þjónustan hlýtur að bíða skaða á mörgum þessara staða. Þjónusta sem er ein af grunnþjónustum ríkis sem vill hafa starfhæft samfélag. Á Selfossi er starfrækt stærsta þjónustumiðstöð umdæmisins og eru flestir starfsmenn með meginpart starfsemi sinnar þar. Margir sinna starfseminni á öðrum stöðum í hlutastörfum að auki og nokkrir í fullu starfi. Það er starfrækt læknavakt á heilbrigðisstofnuninni á Selfossi alla daga frá 16-18 og um helgar frá 10-12 (auk þess sem alltaf er bráðavakt til staðar eða í viðbragðsstöðu). Oft eru tveir læknar á vaktinni en oftar en ekki þarf annar þeirra líka að sinna bráðavaktinni auk hjúkrunarfræðinga. Hvernig finnst ykkur dæmið ganga upp fram að þessu? Margir heimilislæknar eru hættir að taka við tímapöntunum frá notendum nema þeir séu skráðir heimilislæknar þeirra. Margir heimilislæknar eru einnig komnir með mjög miklar takmarkanir á hvenær megi panta tíma hjá þeim og þá eingöngu ákveðið marga daga fram í tímann. Ef notandi ætlar að panta tíma hjá sérfræðingi er honum oft bent á að panta frekar á starfsstöð hans í Reykjavík, þar sé minni bið.Ofurálag Þetta þekkja mjög margir. Þeir sem þurfa sérstaka aðstoð, sumir eldri borgarar, fólk með miklar sérþarfir, börn í áhættuhópum, fólk með astma, fatlaðir og jafnvel óléttar konur neyðast til að sækja þjónustu oft og tíðum utan þjónustusvæðis ef það þolir litla bið. Aðrir, þeir sem hafa haft flensu með háan hita í marga erfiða daga, þeir sem hafa haft niðurdrepandi niðurgang eða uppköst, þeir sem hafa haft mikil óþægindi af stoðkerfisvanda, svefnvanda, húðvanda, greftri í stóru tá, þvagfærasýkingu eða vægu brunasári sem ætlar ekki að gróa t.d., þeir þurfa að fara á vaktina ef einkenni þeirra trufla þá í daglegu starfi og lífi. Vegna þess ofurálags sem er á starfseminni þá hafa æ fleiri nýtt sér vaktina til að fá svör við vanlíðan eða kvillum almennt. Vaktin sem á að standa frá 16-18 er farin að vera umsetin töluvert fyrir 16 og suma daga jafnvel lengur en 19-20+. Einstaka daga þarf notandi bara að bíða í 40-60 mín, aðra töluvert lengur, bara á almennu vaktinni sem er ætlað að taka álagið af tímapöntunum heimilislækna og svara minna áríðandi köllum. Bráðavaktin er enn eftir auk útkalla. Það þýðir ekki að segja að annars staðar sé þetta verra því eitt rangt réttlætir ekki annað rangt. Kannski var vaktinni ætlað að skapa meiri innkomu í rekstrarumhverfið á kostnað þjónustunnar? Þetta er grunnþjónusta í rekstri samfélaga. Sparnaðurinn við að draga úr starfsemi getur haft margföldunaráhrif í kostnaði vegna notanda. Margir notendur leita þangað vegna tímabundinna vankanta (sem þó draga úr virkni) sem er hægt að leysa á einfaldan og ódýran hátt, bæði fyrir notandann og samfélagið. Margir notendur kosta þó samfélagið mun meira en hefði þurft vegna tafa, biða og álags í kerfinu. Vankantar sem hefðu getað verið leystir með snöggri íhlutun vinda upp á sig án meðferðar eða úrræða og verða að alvarlegri vanköntum, jafnvel krónískum. Það kostar svo aftur samfélagið í endurhæfingu, örorku, tapi á starfsgetu, íhlutun Tryggingastofnunar og svo framvegis. Fyrir utan andlegu hliðina sem kostar samfélagið mun meira en bara fjárhagslega. Sparnaðurinn skilar sér því í auknum kostnaði neytanda, auknu álagi á kerfið sem um ræðir og auknum kostnaði þess sem rekur kerfið. Dæmið hreinlega gengur ekki upp. Við í Bjartri framtíð í Árborg viljum skora á ríkið að vinna betur með notendum sínum, notendum þeirrar grunnþjónustu sem ríkinu er skylt að veita í lagalegum og siðferðislegum skilningi. Dæmið verður að ganga upp, annars endum við öll á bólakafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Það vita það nær allir að álagið á heilbrigðisþjónustuna er gífurlegt. Margir finna það á eigin skinni sem notendur, aðrir heyra af því og enn aðrir reyna að standa undir því. Tökum heilbrigðisþjónustuna á Suðurlandi sem dæmi, það er stórt þjónustusvæði með fyrir fram ákveðin fjárframlög. „Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2015 er um 3,6 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns. Fjöldi íbúa í umdæminu eru um 26.000 manns.“ (Heilbrigðisstofnun Suðurlands. (e.d.). Almennar upplýsingar.) Miðað við þær tölur eru reiknaðar um 138.462 kr. á notanda á ári EÐA 7.200.000 kr. í laun á starfsmann á ári, sem eru að meðaltali 600.000 kr. á mánuði (mismunandi launaflokkar eru vitaskuld í jafn stórri stofnun og þessari). Þá er eftir allt sem heitir rekstrarkostnaður og viðhald, ferðakostnaður um umdæmið, óvænt útgjöld, þróunarstarf vegna þjónustu, endurmenntun og starfsþróun. Umdæmið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar. Það segir sig sjálft að þjónustan hlýtur að bíða skaða á mörgum þessara staða. Þjónusta sem er ein af grunnþjónustum ríkis sem vill hafa starfhæft samfélag. Á Selfossi er starfrækt stærsta þjónustumiðstöð umdæmisins og eru flestir starfsmenn með meginpart starfsemi sinnar þar. Margir sinna starfseminni á öðrum stöðum í hlutastörfum að auki og nokkrir í fullu starfi. Það er starfrækt læknavakt á heilbrigðisstofnuninni á Selfossi alla daga frá 16-18 og um helgar frá 10-12 (auk þess sem alltaf er bráðavakt til staðar eða í viðbragðsstöðu). Oft eru tveir læknar á vaktinni en oftar en ekki þarf annar þeirra líka að sinna bráðavaktinni auk hjúkrunarfræðinga. Hvernig finnst ykkur dæmið ganga upp fram að þessu? Margir heimilislæknar eru hættir að taka við tímapöntunum frá notendum nema þeir séu skráðir heimilislæknar þeirra. Margir heimilislæknar eru einnig komnir með mjög miklar takmarkanir á hvenær megi panta tíma hjá þeim og þá eingöngu ákveðið marga daga fram í tímann. Ef notandi ætlar að panta tíma hjá sérfræðingi er honum oft bent á að panta frekar á starfsstöð hans í Reykjavík, þar sé minni bið.Ofurálag Þetta þekkja mjög margir. Þeir sem þurfa sérstaka aðstoð, sumir eldri borgarar, fólk með miklar sérþarfir, börn í áhættuhópum, fólk með astma, fatlaðir og jafnvel óléttar konur neyðast til að sækja þjónustu oft og tíðum utan þjónustusvæðis ef það þolir litla bið. Aðrir, þeir sem hafa haft flensu með háan hita í marga erfiða daga, þeir sem hafa haft niðurdrepandi niðurgang eða uppköst, þeir sem hafa haft mikil óþægindi af stoðkerfisvanda, svefnvanda, húðvanda, greftri í stóru tá, þvagfærasýkingu eða vægu brunasári sem ætlar ekki að gróa t.d., þeir þurfa að fara á vaktina ef einkenni þeirra trufla þá í daglegu starfi og lífi. Vegna þess ofurálags sem er á starfseminni þá hafa æ fleiri nýtt sér vaktina til að fá svör við vanlíðan eða kvillum almennt. Vaktin sem á að standa frá 16-18 er farin að vera umsetin töluvert fyrir 16 og suma daga jafnvel lengur en 19-20+. Einstaka daga þarf notandi bara að bíða í 40-60 mín, aðra töluvert lengur, bara á almennu vaktinni sem er ætlað að taka álagið af tímapöntunum heimilislækna og svara minna áríðandi köllum. Bráðavaktin er enn eftir auk útkalla. Það þýðir ekki að segja að annars staðar sé þetta verra því eitt rangt réttlætir ekki annað rangt. Kannski var vaktinni ætlað að skapa meiri innkomu í rekstrarumhverfið á kostnað þjónustunnar? Þetta er grunnþjónusta í rekstri samfélaga. Sparnaðurinn við að draga úr starfsemi getur haft margföldunaráhrif í kostnaði vegna notanda. Margir notendur leita þangað vegna tímabundinna vankanta (sem þó draga úr virkni) sem er hægt að leysa á einfaldan og ódýran hátt, bæði fyrir notandann og samfélagið. Margir notendur kosta þó samfélagið mun meira en hefði þurft vegna tafa, biða og álags í kerfinu. Vankantar sem hefðu getað verið leystir með snöggri íhlutun vinda upp á sig án meðferðar eða úrræða og verða að alvarlegri vanköntum, jafnvel krónískum. Það kostar svo aftur samfélagið í endurhæfingu, örorku, tapi á starfsgetu, íhlutun Tryggingastofnunar og svo framvegis. Fyrir utan andlegu hliðina sem kostar samfélagið mun meira en bara fjárhagslega. Sparnaðurinn skilar sér því í auknum kostnaði neytanda, auknu álagi á kerfið sem um ræðir og auknum kostnaði þess sem rekur kerfið. Dæmið hreinlega gengur ekki upp. Við í Bjartri framtíð í Árborg viljum skora á ríkið að vinna betur með notendum sínum, notendum þeirrar grunnþjónustu sem ríkinu er skylt að veita í lagalegum og siðferðislegum skilningi. Dæmið verður að ganga upp, annars endum við öll á bólakafi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun