Við þurfum á hjúkrunarfræðingum að halda! Ólafur G. Skúlason skrifar 29. maí 2015 07:00 Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við eflingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkrunarfræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnudegi. Þetta staðfestir öryggislisti ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkomin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkrunarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en enginn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðingar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bættum launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrunarfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslenskir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auðveldlega geta allir íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Noregi og um 650.000 hjúkrunarfræðinga í Ameríku.Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkrunarfræðingum að halda og þörfin mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkrun og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veikindi. Markmið okkar hjúkrunarfræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkistarfsmanna. Hjúkrunarstarfið verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launamunur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Augljóst er að hefðbundnar karlastéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunarfræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við eflingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkrunarfræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnudegi. Þetta staðfestir öryggislisti ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkomin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkrunarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en enginn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðingar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bættum launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrunarfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslenskir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auðveldlega geta allir íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Noregi og um 650.000 hjúkrunarfræðinga í Ameríku.Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkrunarfræðingum að halda og þörfin mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkrun og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veikindi. Markmið okkar hjúkrunarfræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkistarfsmanna. Hjúkrunarstarfið verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launamunur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Augljóst er að hefðbundnar karlastéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunarfræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku heilbrigðiskerfi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun