Átta segja upp vegna niðurbrots í starfi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. maí 2015 10:00 Geislafræðingar sátu fund klukkan tíu í gærmorgun en brugðust skjótt við þegar fregnir af alvarlegu slysi bárust. Vísir/Vilhelm Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp starfi í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræðilegs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjaradeilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verkfalli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hringbraut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venjulega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér í hugarlund álagið. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundruð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags. “ Sigrún segir uppsagnir geislafræðinga kall á hjálp. Stjórnendur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnuálag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi.Á meðan á fundi geislafræðinga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kastað á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slysum sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í magann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræðingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu. Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp starfi í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræðilegs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjaradeilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verkfalli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hringbraut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venjulega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér í hugarlund álagið. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundruð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags. “ Sigrún segir uppsagnir geislafræðinga kall á hjálp. Stjórnendur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnuálag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi.Á meðan á fundi geislafræðinga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kastað á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slysum sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í magann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræðingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu.
Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira