Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. maí 2015 07:00 Ríkisstjórnin hefur unnið að tillögum að skattkerfisbreytingum til að liðka fyrir kjarasamningum. Oddvitar ríkisstjórnarinnar munu líklega kynna þær í dag. vísir/gva Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar.Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september. Verkfall 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar.Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september.
Verkfall 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira