Verkföll hjá veikri þjóð Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Vegna verkfalls verðum við að biðja þig að koma á morgun. Því miður þurfum við að færa keisaraskurðinn þinn sem var áætlaður í dag um nokkra daga vegna verkfalls ljósmæðra. Mér þykir það leitt en við vitum ekki hvað kom út úr blóðprufunni þinni í síðustu viku því það er verkfall. Þetta hefur verið minn veruleiki í vinnunni síðastliðnar vikur. Það að geta ekki svarað fólki hverjar niðurstöður rannsókna séu eða hvenær skurðaðgerð verði framkvæmd er með öllu ólíðandi. Á hverju kvöldi birtast myndir í fréttum af grísum sem ekki verður slátrað en það koma engar myndir af sjúklingum sem fá ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar virðast ekki vera sterkur þrýstihópur og þeir hafa ekki talsmenn sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta eins og grísirnir. Veikindi þeirra fara ekki í verkfall heldur versna í sumum tilfellum. Á meðan bíða allir eftir að samningar takist en það virðist vera nokkurs konar störukeppni eða þegjandaleikur í gangi. Allir eru að bíða eftir að hinir semji og ekkert gerist á meðan, ekki haldnir fundir í marga daga. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem sitja í samninganefndum beggja vegna borðsins. Af Austurvelli berast þær fréttir að alþingismenn deili um þingsköp forseta og ræði Rammaáætlun fram á nótt dag eftir dag. Alþingismenn voru kosnir af þjóðinni til þess að leiða okkur áfram upp úr kreppunni og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Verða alþingismenn ekki að standa í lappirnar og taka á erfiðum málum eins og þeim kjaradeilum sem nú standa yfir? Það verður fróðlegt að vita hvað gerist þegar flug fer að raskast vegna verkfalls og aflýsa þarf Smáþjóðaleikum svo eitthvað sé nefnt. Ætli Rammaáætlun geti þá beðið? Lítið mark tekið á Forstjóri Landspítala og landlæknir hafa báðir tjáð sig um ástandið og læknaráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktanir sem hafa ratað á forsíður dagblaðanna. En lítið virðist tekið mark á þessum ummælum. Það er eins og oft áður, þetta reddast og sleppur fyrir horn er hugsunin sem ræður ríkjum. Nú þegar hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þriðjungur starfsfólks Landspítalans, fara í verkfall stefnir í fordæmalaust ástand eins og forstjóri nefnir í síðasta föstudagspistli sínum. Hetjur okkar tíma sem sungið var um nú um liðna helgi, eru sjúklingar sem fá ekki afgreiðslu sinna mála heldur eru settir á bið. Sú bið er óþolandi og ekki sæmandi menntaðri þjóð sem telur sig búa í velferðarsamfélagi. Ég mótmæli þessu ástandi og skora á þá sem að máli koma að semja og leysa þessa deilu þannig að veikt fólk verði ekki þolendur í kjaradeilu veikrar þjóðar í verkfalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna verkfalls verðum við að biðja þig að koma á morgun. Því miður þurfum við að færa keisaraskurðinn þinn sem var áætlaður í dag um nokkra daga vegna verkfalls ljósmæðra. Mér þykir það leitt en við vitum ekki hvað kom út úr blóðprufunni þinni í síðustu viku því það er verkfall. Þetta hefur verið minn veruleiki í vinnunni síðastliðnar vikur. Það að geta ekki svarað fólki hverjar niðurstöður rannsókna séu eða hvenær skurðaðgerð verði framkvæmd er með öllu ólíðandi. Á hverju kvöldi birtast myndir í fréttum af grísum sem ekki verður slátrað en það koma engar myndir af sjúklingum sem fá ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar virðast ekki vera sterkur þrýstihópur og þeir hafa ekki talsmenn sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta eins og grísirnir. Veikindi þeirra fara ekki í verkfall heldur versna í sumum tilfellum. Á meðan bíða allir eftir að samningar takist en það virðist vera nokkurs konar störukeppni eða þegjandaleikur í gangi. Allir eru að bíða eftir að hinir semji og ekkert gerist á meðan, ekki haldnir fundir í marga daga. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem sitja í samninganefndum beggja vegna borðsins. Af Austurvelli berast þær fréttir að alþingismenn deili um þingsköp forseta og ræði Rammaáætlun fram á nótt dag eftir dag. Alþingismenn voru kosnir af þjóðinni til þess að leiða okkur áfram upp úr kreppunni og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Verða alþingismenn ekki að standa í lappirnar og taka á erfiðum málum eins og þeim kjaradeilum sem nú standa yfir? Það verður fróðlegt að vita hvað gerist þegar flug fer að raskast vegna verkfalls og aflýsa þarf Smáþjóðaleikum svo eitthvað sé nefnt. Ætli Rammaáætlun geti þá beðið? Lítið mark tekið á Forstjóri Landspítala og landlæknir hafa báðir tjáð sig um ástandið og læknaráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktanir sem hafa ratað á forsíður dagblaðanna. En lítið virðist tekið mark á þessum ummælum. Það er eins og oft áður, þetta reddast og sleppur fyrir horn er hugsunin sem ræður ríkjum. Nú þegar hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þriðjungur starfsfólks Landspítalans, fara í verkfall stefnir í fordæmalaust ástand eins og forstjóri nefnir í síðasta föstudagspistli sínum. Hetjur okkar tíma sem sungið var um nú um liðna helgi, eru sjúklingar sem fá ekki afgreiðslu sinna mála heldur eru settir á bið. Sú bið er óþolandi og ekki sæmandi menntaðri þjóð sem telur sig búa í velferðarsamfélagi. Ég mótmæli þessu ástandi og skora á þá sem að máli koma að semja og leysa þessa deilu þannig að veikt fólk verði ekki þolendur í kjaradeilu veikrar þjóðar í verkfalli.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun