Hversdagslegt og athyglisvert í senn Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2015 12:30 Ljósmyndasýningin Verksummerki stendur nú yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en sýningin er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Hér er á ferðinni sýning sex ólíkra ljósmyndara með skemmtilegan bakgrunn sem eiga það sameiginlegt að vinna með sitt eigið líf í verkum sínum. Ljósmyndararnir eru Agnieszka Sosnowska, Kristina Petrošiute, Bára Kristinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Skúta og Daniel Reuter en sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. „Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur, sem er ekki aðeins hinn ávallt nálægi áhorfandi og sögumaður heldur sjálft viðfangsefni verkanna,“ segir Brynja og bendir á að sýningin hafi sérlega sterka nálgun við samtímann. Myndirnar á sýningunni fanga verksummerki ljósmyndaranna í myndadagbókum, sjálfsmyndum og myndaröðum sem endurspegla nærumhverfi þeirra, reynslu og minningar. „Á okkar tímum er notkun ljósmynda gríðarlega mikil og persónubundinn.“ „Agnieszka er til að mynda að vinna með mjög leikrænar frásagnir og notar sína eigin persónu mikið í sínum myndum. En svo eru t.d. Skúta og Hallgerður stöðugt að mynda umhverfi sitt og vinna með það. Skúta setur t.d. sínar myndir fram þannig að gestir fá að róta í myndunum og skoða þær í krók og kima. Það gefur ákaflega sterka tilfinningu fyrir lífi manneskjunnar og gerir þetta mjög persónulegt. Þannig er oft verið að vinna með það sem er í senn hversdagslegt og athyglisvert í senn,“ segir Brynja að lokum. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ljósmyndasýningin Verksummerki stendur nú yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en sýningin er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Hér er á ferðinni sýning sex ólíkra ljósmyndara með skemmtilegan bakgrunn sem eiga það sameiginlegt að vinna með sitt eigið líf í verkum sínum. Ljósmyndararnir eru Agnieszka Sosnowska, Kristina Petrošiute, Bára Kristinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Skúta og Daniel Reuter en sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. „Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur, sem er ekki aðeins hinn ávallt nálægi áhorfandi og sögumaður heldur sjálft viðfangsefni verkanna,“ segir Brynja og bendir á að sýningin hafi sérlega sterka nálgun við samtímann. Myndirnar á sýningunni fanga verksummerki ljósmyndaranna í myndadagbókum, sjálfsmyndum og myndaröðum sem endurspegla nærumhverfi þeirra, reynslu og minningar. „Á okkar tímum er notkun ljósmynda gríðarlega mikil og persónubundinn.“ „Agnieszka er til að mynda að vinna með mjög leikrænar frásagnir og notar sína eigin persónu mikið í sínum myndum. En svo eru t.d. Skúta og Hallgerður stöðugt að mynda umhverfi sitt og vinna með það. Skúta setur t.d. sínar myndir fram þannig að gestir fá að róta í myndunum og skoða þær í krók og kima. Það gefur ákaflega sterka tilfinningu fyrir lífi manneskjunnar og gerir þetta mjög persónulegt. Þannig er oft verið að vinna með það sem er í senn hversdagslegt og athyglisvert í senn,“ segir Brynja að lokum.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira