Bjartsýni á boðað frumvarp um höft Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2015 11:15 Búast má við að Alþingi sitji lengur fram á sumarið en áætlað var þar sem fjármálaráðherra boðar frumvarp um afnám gjaldeyrishafta. vísir/gva „Það er klárlega fagnaðarefni að menn séu búnir að tilkynna um að þetta frumvarp birtist í næstu viku,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar að frumvarp um afnám hafta verði birt í næstu viku. Frosti segist þokkalega bjartsýnn á frumvarpið. „Stjórnvöld hafa talað fyrir því að horfa til heildarhagsmuna og vinna út frá því að allir sitji við sama borð, hverjir sem þeir eru,“ segir Frosti. Þetta eigi við um lífeyrissjóði, fyrirtæki, almenning, almenna fjárfesta og kröfuhafa. „Það teljum við vera rétta nálgun,“ bætir hann við. Frosti segir Viðskiptaráð þó ekki geta spáð um útfærsluna á frumvarpinu frekar en aðra. „En ég myndi að minnsta kosti segja að við vonuðumst til að það verði stór skref stigin í þessu og framvindan verði hröð. Að við séum ekki að horfa á áætlanir um afnám í of mörgum skrefum eða yfir of langt tímabil,“ segir Frosti. Heilt yfir og að því gefnu að frumvarpið sé trúverðugt þá segir Frosti að gera megi ráð fyrir að viðbrögðin verði frekar jákvæð en neikvæð.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.fréttablaðið/valli„Út frá langtímasjónarmiðum, þá myndi ég telja að viðbrögðin yrðu ótvírætt jákvæð að því gefnu að þetta sé trúverðug áætlun. Út frá skammtímasjónarmiðum þá er auðvitað ákveðin óvissa út frá því hvernig spilast úr á vinnumarkaði,“ segir hann. Að sögn Frosta er hagkerfið berskjaldaðra gagnvart óstöðugleika við afnám hafta. Þeim mun mikilvægara sé að sýna ábyrga hagstjórn. „Það á við bæði um stjórnvöld, seðlabanka og aðila vinumarkaðarins. En fórnarkostnaðurinn við það að halda þessum höftum áfram er miklu hærri en sá kostnaður sem fælist í mögulegum tímabundnum óstöðugleika.“ Aftur á móti býst Frosti ekki við hruni íslensku krónunnar við afnámið. „Nei, það þyrfti allavega að vera mjög ótrúverðugt frumvarp um afnám hafta og framtíðarframvindu til þess að það myndi valda hruni á gengi gjaldmiðilsins. Vegna þess að þegar við horfum á helstu hagstærðir og kringumstæður í hagkerfinu þá eru allar forsendur til að létta höftum,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Það er klárlega fagnaðarefni að menn séu búnir að tilkynna um að þetta frumvarp birtist í næstu viku,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar að frumvarp um afnám hafta verði birt í næstu viku. Frosti segist þokkalega bjartsýnn á frumvarpið. „Stjórnvöld hafa talað fyrir því að horfa til heildarhagsmuna og vinna út frá því að allir sitji við sama borð, hverjir sem þeir eru,“ segir Frosti. Þetta eigi við um lífeyrissjóði, fyrirtæki, almenning, almenna fjárfesta og kröfuhafa. „Það teljum við vera rétta nálgun,“ bætir hann við. Frosti segir Viðskiptaráð þó ekki geta spáð um útfærsluna á frumvarpinu frekar en aðra. „En ég myndi að minnsta kosti segja að við vonuðumst til að það verði stór skref stigin í þessu og framvindan verði hröð. Að við séum ekki að horfa á áætlanir um afnám í of mörgum skrefum eða yfir of langt tímabil,“ segir Frosti. Heilt yfir og að því gefnu að frumvarpið sé trúverðugt þá segir Frosti að gera megi ráð fyrir að viðbrögðin verði frekar jákvæð en neikvæð.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.fréttablaðið/valli„Út frá langtímasjónarmiðum, þá myndi ég telja að viðbrögðin yrðu ótvírætt jákvæð að því gefnu að þetta sé trúverðug áætlun. Út frá skammtímasjónarmiðum þá er auðvitað ákveðin óvissa út frá því hvernig spilast úr á vinnumarkaði,“ segir hann. Að sögn Frosta er hagkerfið berskjaldaðra gagnvart óstöðugleika við afnám hafta. Þeim mun mikilvægara sé að sýna ábyrga hagstjórn. „Það á við bæði um stjórnvöld, seðlabanka og aðila vinumarkaðarins. En fórnarkostnaðurinn við það að halda þessum höftum áfram er miklu hærri en sá kostnaður sem fælist í mögulegum tímabundnum óstöðugleika.“ Aftur á móti býst Frosti ekki við hruni íslensku krónunnar við afnámið. „Nei, það þyrfti allavega að vera mjög ótrúverðugt frumvarp um afnám hafta og framtíðarframvindu til þess að það myndi valda hruni á gengi gjaldmiðilsins. Vegna þess að þegar við horfum á helstu hagstærðir og kringumstæður í hagkerfinu þá eru allar forsendur til að létta höftum,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent