AGS óttast að kjaradeilur geti grafið undan stöðugleikanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að þrátt fyrir skammtíma óstöðugleika geti Íslendingar haldið áfram með afnám hafta. fréttablaðið/gva Deilur á vinnumarkaði gætu stefnt efnahagslegum stöðugleika í hættu, í það minnsta til skamms tíma. Þetta segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. Peter Dohlman, formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland, og Ghada Fayad, fulltrúi í sendinefndinni, kynntu yfirlýsingu nefndarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ágreiningurinn á vinnumarkaðnum gæti grafið undan þeim vexti og stöðugleika sem hefur náðst allt frá bankahruni. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að vinna saman að því að ná kjarasamningum sem verða til þess að varðveita stöðugleika, samkeppnishæfni og sjálfbæran vöxt. Ef miklar launahækkanir verða, langt umfram framleiðnivöxt og verðbólgumarkmið, þurfi að grípa til viðbragða til þess að halda stöðugleikanum. Þetta þýði aðhaldssamari peningamálastefnu og aðhaldssamari stefnu í opinberum fjármálum. „Ísland virðist vera reiðubúið til þess að stíga skref varðandi frjálsari fjármagnsflutninga en neikvæð áhrif mikilla launahækkana, einkum á samkeppnishæfni Íslands, mun hægja á því ferli,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir að óvissa sé um niðurstöður kjarasamninga séu vísbendingar um að launahækkanir á þriggja ára samningstíma verði sennilegast vel yfir áætlaðri framleiðniaukningu og verðbólgumarkmiði á Íslandi og umfram launahækkanir í helstu viðskiptaríkjum Íslands. Þetta muni leiða til þess að verðbólga fari vel yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans, setji þrýsting í fjármálum, dragi úr trausti og úr samkeppnishæfni. Allt þetta muni versna enn frekar ef ytri aðstæður auka á vandann, svo sem aðstæður á evrusvæðinu. Verði miklar nafnlaunahækkanir að veruleika telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að herða þurfi peningamálastefnuna á næstu árum til þess að verðbólgan verði við verðbólgumarkmiðið. Bregðist Seðlabankinn þannig við ætti landsframleiðsla að geta aukist á þessu ári, einkum vegna aukinnar einkaneyslu eftir launahækkanir, aukinnar fjárfestingar og vaxandi ferðaþjónustu. Við þessar aðstæður myndi verðbólga ná hámarki árið 2016 og ná síðan verðbólgumarkmiði að nýju. Áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af stöðunni á vinnumarkaði eru í takti við þær áhyggjur sem lýst var í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út fyrr í mánuðinum. „Staðan á vinnumarkaði er mjög alvarleg og launakröfur uppi sem eru þess eðlis að hætta er á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum í markmið sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna,“ segir í Peningamálum. Þar segir einnig að samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri og birtist meðal annars í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta.Álit VR á skjön við álit Seðlabankans Fullyrt hefur verið að kjarasamningar 2011 hafi leitt til verðbólguskots. En ekki eru allir sammála um áhrif launahækkana á verðbólgu. Viðar Ingason, hagfræðingur VR, sagði í pistli á vef félagsins fyrr í vetur að fjölmargir þættir hafi áhrif á verðlag og laun séu eflaust einn af þeim. Hann segir hlutdeild launa þó vera töluvert minni en almennt sé haldið fram. Verðbólga hafi verið lág í vetur vegna gífurlegrar lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og tiltölulega lítilla sveiflna í gengi krónunnar. Árið 2011, þegar kjarasamningar voru gerðir, hafi þessu verið öfugt farið. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið búið að hækka um 35 prósent sex mánuði fyrir kjarasamningsbundna hækkun launa í júní 2011 og gengið búið að veikjast um 6,3 prósent yfir sama tímabil. Verkfall 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Deilur á vinnumarkaði gætu stefnt efnahagslegum stöðugleika í hættu, í það minnsta til skamms tíma. Þetta segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. Peter Dohlman, formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland, og Ghada Fayad, fulltrúi í sendinefndinni, kynntu yfirlýsingu nefndarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ágreiningurinn á vinnumarkaðnum gæti grafið undan þeim vexti og stöðugleika sem hefur náðst allt frá bankahruni. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að vinna saman að því að ná kjarasamningum sem verða til þess að varðveita stöðugleika, samkeppnishæfni og sjálfbæran vöxt. Ef miklar launahækkanir verða, langt umfram framleiðnivöxt og verðbólgumarkmið, þurfi að grípa til viðbragða til þess að halda stöðugleikanum. Þetta þýði aðhaldssamari peningamálastefnu og aðhaldssamari stefnu í opinberum fjármálum. „Ísland virðist vera reiðubúið til þess að stíga skref varðandi frjálsari fjármagnsflutninga en neikvæð áhrif mikilla launahækkana, einkum á samkeppnishæfni Íslands, mun hægja á því ferli,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir að óvissa sé um niðurstöður kjarasamninga séu vísbendingar um að launahækkanir á þriggja ára samningstíma verði sennilegast vel yfir áætlaðri framleiðniaukningu og verðbólgumarkmiði á Íslandi og umfram launahækkanir í helstu viðskiptaríkjum Íslands. Þetta muni leiða til þess að verðbólga fari vel yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans, setji þrýsting í fjármálum, dragi úr trausti og úr samkeppnishæfni. Allt þetta muni versna enn frekar ef ytri aðstæður auka á vandann, svo sem aðstæður á evrusvæðinu. Verði miklar nafnlaunahækkanir að veruleika telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að herða þurfi peningamálastefnuna á næstu árum til þess að verðbólgan verði við verðbólgumarkmiðið. Bregðist Seðlabankinn þannig við ætti landsframleiðsla að geta aukist á þessu ári, einkum vegna aukinnar einkaneyslu eftir launahækkanir, aukinnar fjárfestingar og vaxandi ferðaþjónustu. Við þessar aðstæður myndi verðbólga ná hámarki árið 2016 og ná síðan verðbólgumarkmiði að nýju. Áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af stöðunni á vinnumarkaði eru í takti við þær áhyggjur sem lýst var í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út fyrr í mánuðinum. „Staðan á vinnumarkaði er mjög alvarleg og launakröfur uppi sem eru þess eðlis að hætta er á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum í markmið sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna,“ segir í Peningamálum. Þar segir einnig að samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri og birtist meðal annars í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta.Álit VR á skjön við álit Seðlabankans Fullyrt hefur verið að kjarasamningar 2011 hafi leitt til verðbólguskots. En ekki eru allir sammála um áhrif launahækkana á verðbólgu. Viðar Ingason, hagfræðingur VR, sagði í pistli á vef félagsins fyrr í vetur að fjölmargir þættir hafi áhrif á verðlag og laun séu eflaust einn af þeim. Hann segir hlutdeild launa þó vera töluvert minni en almennt sé haldið fram. Verðbólga hafi verið lág í vetur vegna gífurlegrar lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og tiltölulega lítilla sveiflna í gengi krónunnar. Árið 2011, þegar kjarasamningar voru gerðir, hafi þessu verið öfugt farið. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið búið að hækka um 35 prósent sex mánuði fyrir kjarasamningsbundna hækkun launa í júní 2011 og gengið búið að veikjast um 6,3 prósent yfir sama tímabil.
Verkfall 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira