7.200 skjöl bíða þinglýsingar sýslumanns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Öll þessi skjöl bíða þinglýsingar og það mun taka tíma að vinna niður bunkann þegar verkfalli lýkur. Fréttablaðið/Vilhelm Um 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Ekki er til nákvæm sundurliðun á tegund skjala en gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fasteignaviðskiptum. Engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. „Þetta er auðvitað farið að valda miklum óþægindum, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þar sem kaupsamningum og lánaskjölum er ekki þinglýst meðan á verkfalli stendur eru lán vegna kaupa ekki greidd út af lánastofnunum á meðan. „Við höfum gripið til þess ráðs til að reyna að halda í horfinu, svo það hallist ekki á hjá kaupanda og seljanda, að fólk semji um það að greiðslur sem áttu að hafa borist beri þá 6 prósent vexti sem eru lægstu vextir miðað við vaxtatöflu Seðlabankans á óverðtryggðum lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning og er sátt við þessa lausn miðað við aðstæður, hvorugur aðili getur haft áhrif á framgang mála,“ segir hún. Ingibjörg segir einkennilegt að bara lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu séu í verkfalli en ekki úti á landi og spyr hvers vegna verkfallinu sé ekki dreift milli embætta. „Hér bítur það grimmast. Maður trúir ekki öðru en að þetta fari að leysast. Annars þarf yfirvaldið að fara að grípa til einhverra ráðstafana því þetta er orðið svo mikið tjón. Bæði í þessum geira og víðar,“ segir hún. „Það er ekki í lagi að lama fjármálageirann með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að um 20 milljarðar sem varði kaupsamningsfjárhæðirnar séu í frystingu. Varlega áætlað eru 50 til 70 prósent af því lán sem standa föst,“ segir Ingibjörg. Það er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna upp þau mál sem bíða afgreiðslu eftir að verkfalli lýkur. Það eru þó ekki bara fasteignakaupendur og -seljendur sem lenda í vandræðum. Öll önnur erindi sem snúa að þinglýsingum bíða líka og hefur aðeins eitt mál fengið undanþágu hjá sérstakri undanþágunefnd. „Það mun taka tíma að vinna þetta niður,“ segir Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Mál eru móttekin þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á skrifstofu er ekki í verkfalli en þau eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp. Eina starfsemin sem er að mestu óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina,“ segir Þuríður. Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Um 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Ekki er til nákvæm sundurliðun á tegund skjala en gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fasteignaviðskiptum. Engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. „Þetta er auðvitað farið að valda miklum óþægindum, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þar sem kaupsamningum og lánaskjölum er ekki þinglýst meðan á verkfalli stendur eru lán vegna kaupa ekki greidd út af lánastofnunum á meðan. „Við höfum gripið til þess ráðs til að reyna að halda í horfinu, svo það hallist ekki á hjá kaupanda og seljanda, að fólk semji um það að greiðslur sem áttu að hafa borist beri þá 6 prósent vexti sem eru lægstu vextir miðað við vaxtatöflu Seðlabankans á óverðtryggðum lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning og er sátt við þessa lausn miðað við aðstæður, hvorugur aðili getur haft áhrif á framgang mála,“ segir hún. Ingibjörg segir einkennilegt að bara lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu séu í verkfalli en ekki úti á landi og spyr hvers vegna verkfallinu sé ekki dreift milli embætta. „Hér bítur það grimmast. Maður trúir ekki öðru en að þetta fari að leysast. Annars þarf yfirvaldið að fara að grípa til einhverra ráðstafana því þetta er orðið svo mikið tjón. Bæði í þessum geira og víðar,“ segir hún. „Það er ekki í lagi að lama fjármálageirann með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að um 20 milljarðar sem varði kaupsamningsfjárhæðirnar séu í frystingu. Varlega áætlað eru 50 til 70 prósent af því lán sem standa föst,“ segir Ingibjörg. Það er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna upp þau mál sem bíða afgreiðslu eftir að verkfalli lýkur. Það eru þó ekki bara fasteignakaupendur og -seljendur sem lenda í vandræðum. Öll önnur erindi sem snúa að þinglýsingum bíða líka og hefur aðeins eitt mál fengið undanþágu hjá sérstakri undanþágunefnd. „Það mun taka tíma að vinna þetta niður,“ segir Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Mál eru móttekin þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á skrifstofu er ekki í verkfalli en þau eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp. Eina starfsemin sem er að mestu óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina,“ segir Þuríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira