Gagnrýna tilboð Samtaka atvinnulífsins Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. maí 2015 08:00 SA hefur boðið 23,5 prósenta launahækkun Fréttablaðið/Daníel „Það stenst ekki skoðun að tilboð þeirra muni gagnast okkar félagsmönnum,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um tilboð Samtaka atvinnulífsins (SA) í yfirstandandi kjaraviðræðum. VR, Flóabandalagið og LÍV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fullyrt er að tilboð SA um 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna muni ekki gagnast launafólki. „Í okkar félögum er fólk í mismunandi stöðu og sumir munu hreinlega bera skarðan hlut frá borði,“ segir Ólafía. Í gær sendu SA frá sér tilkynningu um að launþegasamtökin þrenn hafi ekki komið til móts við SA með neinum gagntilboðum. Ólafía segir þetta ekki rétt heldur hafi samtökin lagt til breytingar á vinnutímaákvæðum en SA hafi hafnað því tilboði. „Við viljum vinna inn í þetta norræna vinnufyrirkomulag með breytingum á vinnutímaákvæðum. Til að skapa fjölskylduvænan atvinnumarkað. En það gerist ekki með þeim hætti sem þeir hafa lagt fram,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk fari að setjast niður til að semja til að stefna fólki frá því að fara inn í verkföll. En þá þarf fólk líka að byrja að vera sanngjarnt,“ bætir Ólafía við. Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir það miður að samtök hans séu sökuð um blekkingar. „Þessar breytingar kæmu meginþorranum vel. Okkar tilboð er upplegg að mikilli breytingu á vinnumarkaði. Þetta kemur dagvinnufólki langbest og við erum með þessu að færa okkur nær kerfi sem þekkist í okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Um leið sé ljóst að skoða þurfi sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði um að enginn eigi að tapa á breytingum sem lagðar séu til. Þorsteinn segir að sér þyki ásakanir af hálfu verkalýðsfélaganna ótímabærar þar sem ekki liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa sem hagnist minna á tilboði SA. Verkfall 2016 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Það stenst ekki skoðun að tilboð þeirra muni gagnast okkar félagsmönnum,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um tilboð Samtaka atvinnulífsins (SA) í yfirstandandi kjaraviðræðum. VR, Flóabandalagið og LÍV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fullyrt er að tilboð SA um 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna muni ekki gagnast launafólki. „Í okkar félögum er fólk í mismunandi stöðu og sumir munu hreinlega bera skarðan hlut frá borði,“ segir Ólafía. Í gær sendu SA frá sér tilkynningu um að launþegasamtökin þrenn hafi ekki komið til móts við SA með neinum gagntilboðum. Ólafía segir þetta ekki rétt heldur hafi samtökin lagt til breytingar á vinnutímaákvæðum en SA hafi hafnað því tilboði. „Við viljum vinna inn í þetta norræna vinnufyrirkomulag með breytingum á vinnutímaákvæðum. Til að skapa fjölskylduvænan atvinnumarkað. En það gerist ekki með þeim hætti sem þeir hafa lagt fram,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk fari að setjast niður til að semja til að stefna fólki frá því að fara inn í verkföll. En þá þarf fólk líka að byrja að vera sanngjarnt,“ bætir Ólafía við. Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir það miður að samtök hans séu sökuð um blekkingar. „Þessar breytingar kæmu meginþorranum vel. Okkar tilboð er upplegg að mikilli breytingu á vinnumarkaði. Þetta kemur dagvinnufólki langbest og við erum með þessu að færa okkur nær kerfi sem þekkist í okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Um leið sé ljóst að skoða þurfi sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði um að enginn eigi að tapa á breytingum sem lagðar séu til. Þorsteinn segir að sér þyki ásakanir af hálfu verkalýðsfélaganna ótímabærar þar sem ekki liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa sem hagnist minna á tilboði SA.
Verkfall 2016 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira