Aldraðir og öryrkjar fái líka 300 þúsund Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Öryrkjar og aldraðir benda á að samkvæmt lögum eigi lífeyrir að taka mið af launaþróun, þó þannig að greiðslur hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. fréttablaðið/pjetur „Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir þurfa að borga fyrir húsnæði, mat, læknisheimsóknir, lyf og margt fleira,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Hann segir öryrkja vænta þess að fá 300 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá almannatryggingum, það er að segja jafn mikið og krafa verkalýðsforystunnar um lágmarkslaun hljóðar upp á. Fyrir einstakling sem býr einn eru óskertar örorkulífeyrisgreiðslur án heimilisuppbótar 172.516 krónur eftir skatt en 192.021 króna með heimilisuppbót. Um 30 prósent örorkulífeyrisþega fá heimilisuppbót skerta eða óskerta. „Þetta dugar engan veginn til þess að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. 300 þúsund krónur á mánuði eru algjört lágmark til að fólk geti lifað í íslensku samfélagi,“ tekur Halldór fram. Hann minnir á að í 69. gr. laga um almannatryggingar segi að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008 til 2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags né launavísitölu. „Við höfum ekki fengið leiðréttingu nema að hluta,“ segir Halldór.Haukur IngibergssonÍ ályktun um kjaramál sem samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara, LEB, nú í maí er þess krafist að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Í ályktuninni er skorað á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 til 2013 og lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi 2009 verði afturkallaðar strax. Jafnframt að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar. Nýkjörinn formaður LEB, Haukur Ingibergsson, segir það liggja í loftinu að lægstu laun muni hækka töluvert mikið í komandi kjarasamningum. „Komið hefur fram sterk krafa um að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum. Það er ekki síður ástæða til að þeir sem ekki njóta atvinnutekna heldur lífeyris fái sams konar hækkun. Ekki má gleyma að aldraðir hafa ekki notið þess launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði á síðustu árum og leitt hefur til gliðnunar á milli kjara launþega og lífeyrisþega,“ segir Haukur. Fjárlagafrumvarp 2016 Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
„Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir þurfa að borga fyrir húsnæði, mat, læknisheimsóknir, lyf og margt fleira,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Hann segir öryrkja vænta þess að fá 300 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá almannatryggingum, það er að segja jafn mikið og krafa verkalýðsforystunnar um lágmarkslaun hljóðar upp á. Fyrir einstakling sem býr einn eru óskertar örorkulífeyrisgreiðslur án heimilisuppbótar 172.516 krónur eftir skatt en 192.021 króna með heimilisuppbót. Um 30 prósent örorkulífeyrisþega fá heimilisuppbót skerta eða óskerta. „Þetta dugar engan veginn til þess að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. 300 þúsund krónur á mánuði eru algjört lágmark til að fólk geti lifað í íslensku samfélagi,“ tekur Halldór fram. Hann minnir á að í 69. gr. laga um almannatryggingar segi að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008 til 2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags né launavísitölu. „Við höfum ekki fengið leiðréttingu nema að hluta,“ segir Halldór.Haukur IngibergssonÍ ályktun um kjaramál sem samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara, LEB, nú í maí er þess krafist að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Í ályktuninni er skorað á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 til 2013 og lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi 2009 verði afturkallaðar strax. Jafnframt að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar. Nýkjörinn formaður LEB, Haukur Ingibergsson, segir það liggja í loftinu að lægstu laun muni hækka töluvert mikið í komandi kjarasamningum. „Komið hefur fram sterk krafa um að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum. Það er ekki síður ástæða til að þeir sem ekki njóta atvinnutekna heldur lífeyris fái sams konar hækkun. Ekki má gleyma að aldraðir hafa ekki notið þess launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði á síðustu árum og leitt hefur til gliðnunar á milli kjara launþega og lífeyrisþega,“ segir Haukur.
Fjárlagafrumvarp 2016 Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira