Aldraðir og öryrkjar fái líka 300 þúsund Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Öryrkjar og aldraðir benda á að samkvæmt lögum eigi lífeyrir að taka mið af launaþróun, þó þannig að greiðslur hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. fréttablaðið/pjetur „Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir þurfa að borga fyrir húsnæði, mat, læknisheimsóknir, lyf og margt fleira,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Hann segir öryrkja vænta þess að fá 300 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá almannatryggingum, það er að segja jafn mikið og krafa verkalýðsforystunnar um lágmarkslaun hljóðar upp á. Fyrir einstakling sem býr einn eru óskertar örorkulífeyrisgreiðslur án heimilisuppbótar 172.516 krónur eftir skatt en 192.021 króna með heimilisuppbót. Um 30 prósent örorkulífeyrisþega fá heimilisuppbót skerta eða óskerta. „Þetta dugar engan veginn til þess að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. 300 þúsund krónur á mánuði eru algjört lágmark til að fólk geti lifað í íslensku samfélagi,“ tekur Halldór fram. Hann minnir á að í 69. gr. laga um almannatryggingar segi að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008 til 2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags né launavísitölu. „Við höfum ekki fengið leiðréttingu nema að hluta,“ segir Halldór.Haukur IngibergssonÍ ályktun um kjaramál sem samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara, LEB, nú í maí er þess krafist að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Í ályktuninni er skorað á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 til 2013 og lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi 2009 verði afturkallaðar strax. Jafnframt að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar. Nýkjörinn formaður LEB, Haukur Ingibergsson, segir það liggja í loftinu að lægstu laun muni hækka töluvert mikið í komandi kjarasamningum. „Komið hefur fram sterk krafa um að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum. Það er ekki síður ástæða til að þeir sem ekki njóta atvinnutekna heldur lífeyris fái sams konar hækkun. Ekki má gleyma að aldraðir hafa ekki notið þess launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði á síðustu árum og leitt hefur til gliðnunar á milli kjara launþega og lífeyrisþega,“ segir Haukur. Fjárlagafrumvarp 2016 Verkfall 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
„Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir þurfa að borga fyrir húsnæði, mat, læknisheimsóknir, lyf og margt fleira,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Hann segir öryrkja vænta þess að fá 300 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá almannatryggingum, það er að segja jafn mikið og krafa verkalýðsforystunnar um lágmarkslaun hljóðar upp á. Fyrir einstakling sem býr einn eru óskertar örorkulífeyrisgreiðslur án heimilisuppbótar 172.516 krónur eftir skatt en 192.021 króna með heimilisuppbót. Um 30 prósent örorkulífeyrisþega fá heimilisuppbót skerta eða óskerta. „Þetta dugar engan veginn til þess að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. 300 þúsund krónur á mánuði eru algjört lágmark til að fólk geti lifað í íslensku samfélagi,“ tekur Halldór fram. Hann minnir á að í 69. gr. laga um almannatryggingar segi að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008 til 2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags né launavísitölu. „Við höfum ekki fengið leiðréttingu nema að hluta,“ segir Halldór.Haukur IngibergssonÍ ályktun um kjaramál sem samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara, LEB, nú í maí er þess krafist að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Í ályktuninni er skorað á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 til 2013 og lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi 2009 verði afturkallaðar strax. Jafnframt að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar. Nýkjörinn formaður LEB, Haukur Ingibergsson, segir það liggja í loftinu að lægstu laun muni hækka töluvert mikið í komandi kjarasamningum. „Komið hefur fram sterk krafa um að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum. Það er ekki síður ástæða til að þeir sem ekki njóta atvinnutekna heldur lífeyris fái sams konar hækkun. Ekki má gleyma að aldraðir hafa ekki notið þess launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði á síðustu árum og leitt hefur til gliðnunar á milli kjara launþega og lífeyrisþega,“ segir Haukur.
Fjárlagafrumvarp 2016 Verkfall 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira