Lofar ekki stuðningi sínum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. maí 2015 07:00 Mikið var deilt um hvort ætti að ræða tillögu atvinnuveganefndar áfram á þingi í gær. Umhverfisráðherra segist virða vald Alþingis til breytingartillagna. fréttablaðið/stefán Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum Rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnisstjórn hefði fjallað um virkjanakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefnastjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnuveganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í desember, þegar hún var þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð varlega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þingflokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefnisstjóra Rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um áramótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á réttan hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjármagnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð. Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum Rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnisstjórn hefði fjallað um virkjanakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefnastjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnuveganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í desember, þegar hún var þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð varlega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þingflokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefnisstjóra Rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um áramótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á réttan hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjármagnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð.
Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira