Stytting vinnudagsins og jákvæðar afleiðingar hennar Ingi Vífill skrifar 19. maí 2015 07:00 Undanfarið hefur mikið verið rætt um láglaunastefnuna sem rekin hefur verið á Íslandi frá ómunatíð. Samstöðuhreyfing láglaunastefnunnar á marga formælendur úr röðum atvinnurekenda og stjórnenda á ýmsum stigum samfélagsins. Atvinnurekandinn í litla fyrirtækinu segir það munu ríða fyrirtækinu að fullu ef laun hækka. Á meðan segir Seðlabankinn verðbólgudrauginn síðar munu ríða baggamuninn og gefa þegar vonlausri stöðu nýjan blæ af ömurleika. Sem er alveg ferlegt að hugsa til. Þá er ógleymdur stjórnarformaðurinn í ónefndri undirstöðugrein efnahagslífsins – segjum bara fiskvinnslu – sem segir hluthafaflótta óumflýjanlegan, ef í slíkar aðgerðir yrði ráðist. Sem er líka ferlegt að hugsa til. Þetta er því hálfgerð pattstaða, í mínum augum. Enginn getur gert neitt, og enginn gerir það. Allir eiga þeir samúð mína, þó mismikil sé. Stytting vinnudagsins gæti verið lausn. Stytting vinnudagsins úr hinum hefðbundnu 8 tímum í til dæmis 5 tíma gæti opnað ýmsa möguleika. Ef aðili A – segjum bara Jóhann – sem vinnur hjá virtu fyrirtæki í undirstöðugrein efnahagsins –segjum bara fiskvinnslu – myndi vinna 5 tíma vinnudag í staðinn fyrir 8 eða 10, liti dæmið öðruvísi út. Að loknum vinnudegi væri orðinn til tími sem nýta mætti með ýmsum hætti. Jóhanni gæfist tími til að vinna meira og vinna sér inn meiri peninga. Til dæmis við þrif eða sölu Herbalife. Þeir sem vel geta unað við mánaðarlaun sín þurfa ekki að vinna meira. Þeir gætu jafnvel byrjað að stunda áhugamál sín af kappi. Hugsið ykkur, ef fjármálastjóri í virtu fyrirtæki gæti farið á leiklistarnámskeið kl. 3 og verið kominn heim til að elda mat kl. 5! Jóhann, aftur á móti, gæti þurft að vinna 8-9 tíma á dag. En ef það er með það að leiðarljósi að börnin hans þurfi ekki að alast upp á róló utan skipulagðrar dagskrár leikskólanna, hlýtur að vera hægt að finna flöt á því. Það eina sem stæði út af borðinu væri að rafvæða skattkortskerfið. Sem er náttúrulega löngu tímabært, ef út í það er farið. Allt á pappír yrði ferlegt maus í þessu kerfi. Vandamál gæti orðið með opnunartíma þjónustuaðila. En ég tel það einnig orðið löngu tímabært að taka þá til endurskoðunar líka. Það kemst enginn í bankann milli 9 og 4! Það eru allir í vinnunni! Það sem þetta í raun fjallar um. Það hlýtur að vera flestum ljóst að glaður starfsmaður er betri starfskraftur en óhamingjusamur. Þeir eru ólíklegri til að fara í verkfall, ólíklegri til að stunda óheiðarleika í vinnu sinni og framleiðni þeirra er að öllum líkindum meiri. Áhyggjur af afkomu eru þrándur í götu gleðinnar, sama hversu oft við kyrjum að hamingjan komi innan frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um láglaunastefnuna sem rekin hefur verið á Íslandi frá ómunatíð. Samstöðuhreyfing láglaunastefnunnar á marga formælendur úr röðum atvinnurekenda og stjórnenda á ýmsum stigum samfélagsins. Atvinnurekandinn í litla fyrirtækinu segir það munu ríða fyrirtækinu að fullu ef laun hækka. Á meðan segir Seðlabankinn verðbólgudrauginn síðar munu ríða baggamuninn og gefa þegar vonlausri stöðu nýjan blæ af ömurleika. Sem er alveg ferlegt að hugsa til. Þá er ógleymdur stjórnarformaðurinn í ónefndri undirstöðugrein efnahagslífsins – segjum bara fiskvinnslu – sem segir hluthafaflótta óumflýjanlegan, ef í slíkar aðgerðir yrði ráðist. Sem er líka ferlegt að hugsa til. Þetta er því hálfgerð pattstaða, í mínum augum. Enginn getur gert neitt, og enginn gerir það. Allir eiga þeir samúð mína, þó mismikil sé. Stytting vinnudagsins gæti verið lausn. Stytting vinnudagsins úr hinum hefðbundnu 8 tímum í til dæmis 5 tíma gæti opnað ýmsa möguleika. Ef aðili A – segjum bara Jóhann – sem vinnur hjá virtu fyrirtæki í undirstöðugrein efnahagsins –segjum bara fiskvinnslu – myndi vinna 5 tíma vinnudag í staðinn fyrir 8 eða 10, liti dæmið öðruvísi út. Að loknum vinnudegi væri orðinn til tími sem nýta mætti með ýmsum hætti. Jóhanni gæfist tími til að vinna meira og vinna sér inn meiri peninga. Til dæmis við þrif eða sölu Herbalife. Þeir sem vel geta unað við mánaðarlaun sín þurfa ekki að vinna meira. Þeir gætu jafnvel byrjað að stunda áhugamál sín af kappi. Hugsið ykkur, ef fjármálastjóri í virtu fyrirtæki gæti farið á leiklistarnámskeið kl. 3 og verið kominn heim til að elda mat kl. 5! Jóhann, aftur á móti, gæti þurft að vinna 8-9 tíma á dag. En ef það er með það að leiðarljósi að börnin hans þurfi ekki að alast upp á róló utan skipulagðrar dagskrár leikskólanna, hlýtur að vera hægt að finna flöt á því. Það eina sem stæði út af borðinu væri að rafvæða skattkortskerfið. Sem er náttúrulega löngu tímabært, ef út í það er farið. Allt á pappír yrði ferlegt maus í þessu kerfi. Vandamál gæti orðið með opnunartíma þjónustuaðila. En ég tel það einnig orðið löngu tímabært að taka þá til endurskoðunar líka. Það kemst enginn í bankann milli 9 og 4! Það eru allir í vinnunni! Það sem þetta í raun fjallar um. Það hlýtur að vera flestum ljóst að glaður starfsmaður er betri starfskraftur en óhamingjusamur. Þeir eru ólíklegri til að fara í verkfall, ólíklegri til að stunda óheiðarleika í vinnu sinni og framleiðni þeirra er að öllum líkindum meiri. Áhyggjur af afkomu eru þrándur í götu gleðinnar, sama hversu oft við kyrjum að hamingjan komi innan frá.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun