Engar viðræður í gangi um þinglok Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. maí 2015 07:00 Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa ekki borið sig eftir samningum um þinglok. vísir/valli Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert rætt við stjórnarandstöðuna um hvernig starfi þingsins verður háttað, en samkvæmt starfsásætlun á að fresta þingi á föstudag í næstu viku, 29. maí. Heimildarmenn Fréttablaðsins lýsa stemningunni á Alþingi sem skrítinni. Enginn viti í raun hvernig starfinu verður háttað, hvenær þinginu verði frestað eða hvað verði á dagskrá. Það vekur athygli að stjórnarmeirihlutanum virðist ekki liggja á að semja um þinglok. Margir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa bent á að ekki séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu. Það þurfi því ekki að vera slæm staða fyrir stjórnina að þingið sé upptekið við að ræða rammann. Stór frumvörp sem beðið hefur verið eftir hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar má nefna síðari húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, en ekki síst frumvarp um stöðugleikaskatt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur boðað að verði lagt fram fyrir þinglok. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið 21. apríl að það yrði handleggur að ljúka þingstörfum fyrir sumarið, en var þó bjartsýnn. „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafnvel vika, tíu dagar eftir af þingstörfum. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund.Fundað til 19. júní? Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund. Vilji stjórnin halda þingi áfram dugar einfaldur meirihluti. Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert rætt við stjórnarandstöðuna um hvernig starfi þingsins verður háttað, en samkvæmt starfsásætlun á að fresta þingi á föstudag í næstu viku, 29. maí. Heimildarmenn Fréttablaðsins lýsa stemningunni á Alþingi sem skrítinni. Enginn viti í raun hvernig starfinu verður háttað, hvenær þinginu verði frestað eða hvað verði á dagskrá. Það vekur athygli að stjórnarmeirihlutanum virðist ekki liggja á að semja um þinglok. Margir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa bent á að ekki séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu. Það þurfi því ekki að vera slæm staða fyrir stjórnina að þingið sé upptekið við að ræða rammann. Stór frumvörp sem beðið hefur verið eftir hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar má nefna síðari húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, en ekki síst frumvarp um stöðugleikaskatt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur boðað að verði lagt fram fyrir þinglok. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið 21. apríl að það yrði handleggur að ljúka þingstörfum fyrir sumarið, en var þó bjartsýnn. „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafnvel vika, tíu dagar eftir af þingstörfum. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund.Fundað til 19. júní? Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund. Vilji stjórnin halda þingi áfram dugar einfaldur meirihluti.
Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent