Ekkert samráð: „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum“ Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Sæmundur Freyr Árnason skrifa 16. maí 2015 12:00 Formenn félaga launamanna vilja almennileg tilboð. Vísir/Pjetur Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreinasambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra verslunarmanna og Flóabandalaginu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“björn SnæbjörnssonBjörn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninganefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar Bandalags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samningum annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræðum almennilega í gang.“páll halldórssonfréttablaðið/stefánNæsti fundur BHM og samninganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samninganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitthvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlotunni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verkfalli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún. Verkfall 2016 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreinasambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra verslunarmanna og Flóabandalaginu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“björn SnæbjörnssonBjörn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninganefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar Bandalags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samningum annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræðum almennilega í gang.“páll halldórssonfréttablaðið/stefánNæsti fundur BHM og samninganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samninganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitthvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlotunni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verkfalli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún.
Verkfall 2016 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira