Hófu umræðu um sameiningu skóla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. maí 2015 11:00 Menntaskólinn á Akureyri er einn þeirra sem gætu sameinast öðrum. Mynd/Kristján J. Kristjánsson „Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
„Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira