Mótmælum rofi á rammaáætlun! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þessum forsendum. Vorið 2013 tók ný verkefnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjanahugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Faghópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnisstjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar sem kunngerðar verða eftir einungis eitt ár. Þar með fengist raunverulegur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til verndar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þessum forsendum. Vorið 2013 tók ný verkefnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjanahugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Faghópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnisstjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar sem kunngerðar verða eftir einungis eitt ár. Þar með fengist raunverulegur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til verndar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll!
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun