Tvíeggjað sverð Elín Hirst skrifar 13. maí 2015 07:00 Fregnir um að lífi sjúklinga sé stefnt í hættu vegna þess að þeir fá ekki viðeigandi meðferð vegna verkfalla vekja óhug. Sérfræðingur í krabbameinslækningum segir að fáist ekki nauðsynlegar undanþágur kunni svo að fara að það kosti mannslíf. Nauðsynlegar undanþágur hljóta því að verða veittar tafarlaust. Neyðarástand hefur ríkt á svínabúum því ekki er hægt að slátra dýrunum en þegar dýrin stækka og þyngjast leiðir það til svo mikilla þrengsla í stíum svo dýrin hafa ekki rými til að hreyfa sig. Það er óhæft. Þessi staða sýnir einnig glöggt hve þröngt er um eldisdýrin við venjulegar aðstæður sem veldur áhyggjum. Eðli verkfalla er því miður þannig að oft bitna þau ekki síður á öðrum en þeim sem vinnudeilan beinist að, auk þess sem verkföll ólíkra starfsstétta hafa misalvarleg áhrif á gangverk samfélagsins. Þess vegna er verkfallsvopnið beitt og um leið vandmeðfarið. Auðvitað eiga sjúkir og þurfandi að vera í algerum forgangi þegar verkfallsástand ríkir, eins og nú er. Yfirleitt sýna menn mannúð og skilning og veita nauðsynlegustu undanþágur á meðan á verkföllum stendur, en núverandi staða er þó þannig að ekki er hægt að halda uppi bráðnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Sú staðreynd hlýtur einnig að taka mjög mikið á þá sem eru í verkfalli og vita af vaxandi vandræðum og neyð þeirra sem síst skyldi. Verkföll hljóta að vera þrautalending, þar sem svo mikið er lagt undir og svo miklu fórnað og þau verða að skila þeim sem hana heyja árangri. Um það er varla deilt lengur að það sem skiptir langmestu máli er að tryggja kaupmátt þeirra launa sem fólk aflar. Fjarstæða er að láta það henda að knýja fram „of miklar launahækkanir“ sem brenna samstundis upp á verðbólgubáli. Við Íslendingar þekkjum þannig „kjarabætur“ af biturri reynslu. Til að verja kaupmáttinn er því lykilatriði að þeir kjarasamningar sem nú er verið að reyna að ná verði gerðir með það að markmiði að halda þeim stöðugleika sem nú ríkir í efnahagskerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Elín Hirst Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fregnir um að lífi sjúklinga sé stefnt í hættu vegna þess að þeir fá ekki viðeigandi meðferð vegna verkfalla vekja óhug. Sérfræðingur í krabbameinslækningum segir að fáist ekki nauðsynlegar undanþágur kunni svo að fara að það kosti mannslíf. Nauðsynlegar undanþágur hljóta því að verða veittar tafarlaust. Neyðarástand hefur ríkt á svínabúum því ekki er hægt að slátra dýrunum en þegar dýrin stækka og þyngjast leiðir það til svo mikilla þrengsla í stíum svo dýrin hafa ekki rými til að hreyfa sig. Það er óhæft. Þessi staða sýnir einnig glöggt hve þröngt er um eldisdýrin við venjulegar aðstæður sem veldur áhyggjum. Eðli verkfalla er því miður þannig að oft bitna þau ekki síður á öðrum en þeim sem vinnudeilan beinist að, auk þess sem verkföll ólíkra starfsstétta hafa misalvarleg áhrif á gangverk samfélagsins. Þess vegna er verkfallsvopnið beitt og um leið vandmeðfarið. Auðvitað eiga sjúkir og þurfandi að vera í algerum forgangi þegar verkfallsástand ríkir, eins og nú er. Yfirleitt sýna menn mannúð og skilning og veita nauðsynlegustu undanþágur á meðan á verkföllum stendur, en núverandi staða er þó þannig að ekki er hægt að halda uppi bráðnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Sú staðreynd hlýtur einnig að taka mjög mikið á þá sem eru í verkfalli og vita af vaxandi vandræðum og neyð þeirra sem síst skyldi. Verkföll hljóta að vera þrautalending, þar sem svo mikið er lagt undir og svo miklu fórnað og þau verða að skila þeim sem hana heyja árangri. Um það er varla deilt lengur að það sem skiptir langmestu máli er að tryggja kaupmátt þeirra launa sem fólk aflar. Fjarstæða er að láta það henda að knýja fram „of miklar launahækkanir“ sem brenna samstundis upp á verðbólgubáli. Við Íslendingar þekkjum þannig „kjarabætur“ af biturri reynslu. Til að verja kaupmáttinn er því lykilatriði að þeir kjarasamningar sem nú er verið að reyna að ná verði gerðir með það að markmiði að halda þeim stöðugleika sem nú ríkir í efnahagskerfinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun