Sýndargróði eða raunverulegur? Skjóðan skrifar 13. maí 2015 12:00 Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fimm ár sem sjóðurinn hefur starfað hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Herdís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagnrýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafnvel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. Eignarhald FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. Einn tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjárfestingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öflugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Árangurinn talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endurheimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfiðleikum eftir allsherjar fjármálahrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrirtækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. Einnig má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveruleg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI myndast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrirtækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis flust frá FSI til eigenda FSI. Hvað verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýndargróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfinu?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fimm ár sem sjóðurinn hefur starfað hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Herdís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagnrýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafnvel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. Eignarhald FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. Einn tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjárfestingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öflugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Árangurinn talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endurheimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfiðleikum eftir allsherjar fjármálahrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrirtækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. Einnig má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveruleg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI myndast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrirtækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis flust frá FSI til eigenda FSI. Hvað verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýndargróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfinu?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira