Forsíðukandídat á Landakotsspítala Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Gunnar Baldvin Björgvinsson kandídat í læknisfræði á Landspítalanum. Fréttablaðið/Ernir Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatilvikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingarspítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatilvikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingarspítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira