Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Verslað í Stokkhólmi. SA tala fyrir norrænni leið í kjarasamningum. Í óstöðugleika 9. áratugarins hafi 38,2% meðalhækkun launa á ári skilað Íslendingum 0,1% kaupmáttaraukningu. Lægri hækkanir hafi skilað nágrannaþjóðunum meiru. Nordicphotos/Getty Samtök atvinnulífsins (SA) kalla eftir því að kjaraviðræður sem í gangi eru séu sameinaðar þannig að þær nái bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. „Þetta er bara nauðsynlegt,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. „Ég held að svona snúin staða leysist aldrei öðruvísi en náist að eyða ákveðinni tortryggni sem ríkt hefur milli aðila með því að menn komi þá bara sameiginlega að borðinu.“ Þessi leið opni þá líka möguleika á því að verkalýðshreyfingin geri formlegar kröfur um aðkomu stjórnvalda, sem ekki hafi verið gert til þessa.Þorsteinn VíglundssonStjórnvöld hafi þegar lýst vilja til að koma að lausn kjaradeilna með einhverjum hætti, svo sem með skattkerfisbreytingum og breytingum á húsnæðismarkaði. „En augljóst er að eigi að takast að leysa úr þessum hnút þá þurfa stjórnvöld að koma að borðinu.“ Viljinn sé fyrir hendi en á skorti sameiginlega sýn verkalýðshreyfingarinnar á því hvað eigi að felast í aðkomu stjórnvalda. Þorsteinn og Samtök atvinnulífsins hafa fært fyrir því rök að launahækkanir upp á 50 til 70 prósent sem farið sé fram á yfir línuna, ekki bara á lægstu laun, séu ávísun á verðbólgu og vaxtahækkanir sem á skömmum tíma komi til með að éta upp ávinninginn af launahækkunum. „Þrjú hundruð þúsund krónurnar verða þá jafn verðlitlar og 200 þúsund krónurnar nú þegar upp er staðið,“ segir Þorsteinn. Jafn ljóst sé að stjórnvöld komi ekki til með að vilja liðka fyrir samningum sem séu ávísun á efnahagslegan óstöðugleika.Telja kröfu mætt um hækkun lægstu launaMeð mögulegum skattkerfisbreytingum sem gagnast myndu tekjulægstu hópum telja SA kröfum verkalýðsfélaga um hækkun lægstu launa mætt. Tilboð SA sé upp á 23,5 prósenta hækkun á þremur árum með áherslu á hlut dagvinnulauna. Með því að allir aðilar vinnumarkaðarins kæmu að kjarasamningum nú, bæði almenni og opinberi geirinn, þá gætu stjórnvöld betur komið að því að mæta þörfum tekjulægstu hópanna, segir Þorsteinn. Meðal úrræða sem ríkið gæti komið með að borðinu segir hann vera breytingar á félagslega íbúðakerfinu, húsaleigubætur og mögulegar breytingar á skattkerfinu sem myndu hjálpa til við að takast á við kröfuna um sérstaka hækkun lægstu launa. Tilboð sem SA hafi lagt fram í samningunum núna fari þó langleiðina í að mæta kröfum verkalýðsfélaganna og sé hæsta tilboð sem samtökin hafi lagt fram í samningum, 23,5 prósent á þremur árum. „Lágmarkstekjutrygging í fullri dagvinnu væri þá komin í um 280 þúsund krónur í lok samningstímans,“ segir hann. Almennar prósentubreytingar myndu svo gagnast millitekjuhópunum líka. Breytingu á vinnufyrirkomulagi sem kveðið sé á um í tilboði SA, átta prósenta viðbótarhækkun, sé fyrst og fremst ætlað það hlutverk að auka framfærslugetu af dagvinnulaunum og leiði vonandi á endanum til styttri vinnutíma. „Það ætti strax að stuðla að einhverri styttingu og yfir lengri tímabil að geta stuðlað að því að við kæmumst í sambærilegt umhverfi og nágrannalöndin hvað þetta varðar.“Hér sé hlutfall dagvinnu ekki nema 75 prósent af heildarlaunum, meðan það sé um 90 prósent á Norðurlöndum. „Þá er alveg ljóst að hækkun dagvinnulauna kemur þeim langbest sem eingöngu vinna dagvinnu og eru yfirleitt tekjulægsti hópurinn. Jafnframt ætti þetta að draga úr ójafnvægi í launum kynja á markaði.“ Þorsteinn segir valið snúa að því að vinna sameiginlega að einhverri lausn í þessa veru, sem takmarki líkur á að verðbólga fari hér af stað að nýju, eða halda inn í sveifluumhverfi ósjálfbærra hækkana sem ljóst sé að gangi til baka. Tilboð SA reyni engu að síður á þanþol efnahagslífsins og gæti jafnvel þýtt verðbólguskot upp á einhver fjögur prósent. „En við ættum að ná tökum á því ástandi aftur.“ SA hafa áður talað fyrir norrænu vinnumarkaðslíkani og rammasamningi um vinnubrögð í kjaramálum, bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Þessa lexíu hafi Svíar lært eftir bankakreppu þeirra á níunda áratugnum og horfið frá miklum hækkunum sem litlum kaupmætti hafi skilað á endanum. (Sjá töflu hér til hliðar.) „Við gætum núna í þessari erfiðu stöðu búið til umtalsvert verðmætan samning sem ætti að skila launafólki raunverulegum ávinningi og myndarlegri kaupmáttaraukningu á dagvinnulaunum, en um leið lágmarka áhættuna á efnahagslegum skakkaföllum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) kalla eftir því að kjaraviðræður sem í gangi eru séu sameinaðar þannig að þær nái bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. „Þetta er bara nauðsynlegt,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. „Ég held að svona snúin staða leysist aldrei öðruvísi en náist að eyða ákveðinni tortryggni sem ríkt hefur milli aðila með því að menn komi þá bara sameiginlega að borðinu.“ Þessi leið opni þá líka möguleika á því að verkalýðshreyfingin geri formlegar kröfur um aðkomu stjórnvalda, sem ekki hafi verið gert til þessa.Þorsteinn VíglundssonStjórnvöld hafi þegar lýst vilja til að koma að lausn kjaradeilna með einhverjum hætti, svo sem með skattkerfisbreytingum og breytingum á húsnæðismarkaði. „En augljóst er að eigi að takast að leysa úr þessum hnút þá þurfa stjórnvöld að koma að borðinu.“ Viljinn sé fyrir hendi en á skorti sameiginlega sýn verkalýðshreyfingarinnar á því hvað eigi að felast í aðkomu stjórnvalda. Þorsteinn og Samtök atvinnulífsins hafa fært fyrir því rök að launahækkanir upp á 50 til 70 prósent sem farið sé fram á yfir línuna, ekki bara á lægstu laun, séu ávísun á verðbólgu og vaxtahækkanir sem á skömmum tíma komi til með að éta upp ávinninginn af launahækkunum. „Þrjú hundruð þúsund krónurnar verða þá jafn verðlitlar og 200 þúsund krónurnar nú þegar upp er staðið,“ segir Þorsteinn. Jafn ljóst sé að stjórnvöld komi ekki til með að vilja liðka fyrir samningum sem séu ávísun á efnahagslegan óstöðugleika.Telja kröfu mætt um hækkun lægstu launaMeð mögulegum skattkerfisbreytingum sem gagnast myndu tekjulægstu hópum telja SA kröfum verkalýðsfélaga um hækkun lægstu launa mætt. Tilboð SA sé upp á 23,5 prósenta hækkun á þremur árum með áherslu á hlut dagvinnulauna. Með því að allir aðilar vinnumarkaðarins kæmu að kjarasamningum nú, bæði almenni og opinberi geirinn, þá gætu stjórnvöld betur komið að því að mæta þörfum tekjulægstu hópanna, segir Þorsteinn. Meðal úrræða sem ríkið gæti komið með að borðinu segir hann vera breytingar á félagslega íbúðakerfinu, húsaleigubætur og mögulegar breytingar á skattkerfinu sem myndu hjálpa til við að takast á við kröfuna um sérstaka hækkun lægstu launa. Tilboð sem SA hafi lagt fram í samningunum núna fari þó langleiðina í að mæta kröfum verkalýðsfélaganna og sé hæsta tilboð sem samtökin hafi lagt fram í samningum, 23,5 prósent á þremur árum. „Lágmarkstekjutrygging í fullri dagvinnu væri þá komin í um 280 þúsund krónur í lok samningstímans,“ segir hann. Almennar prósentubreytingar myndu svo gagnast millitekjuhópunum líka. Breytingu á vinnufyrirkomulagi sem kveðið sé á um í tilboði SA, átta prósenta viðbótarhækkun, sé fyrst og fremst ætlað það hlutverk að auka framfærslugetu af dagvinnulaunum og leiði vonandi á endanum til styttri vinnutíma. „Það ætti strax að stuðla að einhverri styttingu og yfir lengri tímabil að geta stuðlað að því að við kæmumst í sambærilegt umhverfi og nágrannalöndin hvað þetta varðar.“Hér sé hlutfall dagvinnu ekki nema 75 prósent af heildarlaunum, meðan það sé um 90 prósent á Norðurlöndum. „Þá er alveg ljóst að hækkun dagvinnulauna kemur þeim langbest sem eingöngu vinna dagvinnu og eru yfirleitt tekjulægsti hópurinn. Jafnframt ætti þetta að draga úr ójafnvægi í launum kynja á markaði.“ Þorsteinn segir valið snúa að því að vinna sameiginlega að einhverri lausn í þessa veru, sem takmarki líkur á að verðbólga fari hér af stað að nýju, eða halda inn í sveifluumhverfi ósjálfbærra hækkana sem ljóst sé að gangi til baka. Tilboð SA reyni engu að síður á þanþol efnahagslífsins og gæti jafnvel þýtt verðbólguskot upp á einhver fjögur prósent. „En við ættum að ná tökum á því ástandi aftur.“ SA hafa áður talað fyrir norrænu vinnumarkaðslíkani og rammasamningi um vinnubrögð í kjaramálum, bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Þessa lexíu hafi Svíar lært eftir bankakreppu þeirra á níunda áratugnum og horfið frá miklum hækkunum sem litlum kaupmætti hafi skilað á endanum. (Sjá töflu hér til hliðar.) „Við gætum núna í þessari erfiðu stöðu búið til umtalsvert verðmætan samning sem ætti að skila launafólki raunverulegum ávinningi og myndarlegri kaupmáttaraukningu á dagvinnulaunum, en um leið lágmarka áhættuna á efnahagslegum skakkaföllum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira