Selja 160 tonn af lambakjöti til Asíu Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2015 00:01 SAH Fyrirtækið er í eigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. Fréttablaðið/Pjetur SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjögur hundruð milljónir króna.SAmningur handsalaður Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrirtækisins eftir undirritun í síðustu viku. Fréttablaðið/aðsend mynd „Þetta minnkar spennu á innlendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun gæti sett strik í reikninginn. Allur útflutningur á kjötafurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þessum mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirnar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjögur hundruð milljónir króna.SAmningur handsalaður Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrirtækisins eftir undirritun í síðustu viku. Fréttablaðið/aðsend mynd „Þetta minnkar spennu á innlendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun gæti sett strik í reikninginn. Allur útflutningur á kjötafurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þessum mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirnar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira