Um verkföll á Rannsóknarsviði Landspítalans Yfirlæknar skrifar 9. maí 2015 07:00 Niðurstöður klínískra rannsókna eru grundvöllur nánast allra mikilvægra ákvarðana um greiningu og meðferð sjúklinga. Því er öflugur rekstur, góð fagþekking og gæðaeftirlit rannsóknadeilda forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu. Geislafræðingar, lífeindafræðingar og náttúrufræðingar gegna afar veigamiklu hlutverki á Rannsóknarsviði Landspítalans, en verkfall þeirra hefur nú staðið í 5 vikur. Á þessum tíma hafa allir starfsmenn sviðsins lagt sig fram við að halda uppi bráðastarfsemi þannig að bráðveikir sjúklingar verði ekki fyrir tjóni. Þeirri starfsemi sem ekki tengist bráðveikum sjúklingum hefur hins vegar ekki verið hægt að sinna. Þúsundir lífsýna úr sjúklingum hafa verið fryst eða formeðhöndluð á annan hátt og bíða þess að vera rannsökuð og greind. Þá eru hundruð sjúklinga sem bíða þess að komast í röntgenrannsóknir. Af þessum sökum hefur greining og meðferð sjúkdóma dregist úr hófi með ófyrirséðum afleiðingum og er eingöngu tímaspursmál hvenær alvarleg tilvik koma upp. Auk þess kemur verkfallið niður á öðrum mikilvægum þáttum eins og til dæmis gæðastjórnun, kennslu og vísindarannsóknum. Við undirritaðir yfirlæknar á Rannsóknarsviði Landspítalans hvetjum fulltrúa ríkisvaldsins og BHM að hefja strax af krafti kjaraviðræður og leita allra leiða til að ljúka gerð kjarasamninga og binda enda á þá grafalvarlegu stöðu sem komin er í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Arthur Löve, yfirlæknir VeirufræðideildarBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ÓnæmisfræðideildarÍsleifur Ólafsson, yfirlæknir Klínískrar lífefnafæðideildarJón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir MeinafræðideilarJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir Erfða- og sameindalæknisfræðideildarKarl G. Kristinsson, yfirlæknir SýklafræðideildarÓskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri RannsóknarsviðsPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir BlóðmeinafræðideildarPétur Hannesson, yfirlæknir Röntgendeildar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Niðurstöður klínískra rannsókna eru grundvöllur nánast allra mikilvægra ákvarðana um greiningu og meðferð sjúklinga. Því er öflugur rekstur, góð fagþekking og gæðaeftirlit rannsóknadeilda forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu. Geislafræðingar, lífeindafræðingar og náttúrufræðingar gegna afar veigamiklu hlutverki á Rannsóknarsviði Landspítalans, en verkfall þeirra hefur nú staðið í 5 vikur. Á þessum tíma hafa allir starfsmenn sviðsins lagt sig fram við að halda uppi bráðastarfsemi þannig að bráðveikir sjúklingar verði ekki fyrir tjóni. Þeirri starfsemi sem ekki tengist bráðveikum sjúklingum hefur hins vegar ekki verið hægt að sinna. Þúsundir lífsýna úr sjúklingum hafa verið fryst eða formeðhöndluð á annan hátt og bíða þess að vera rannsökuð og greind. Þá eru hundruð sjúklinga sem bíða þess að komast í röntgenrannsóknir. Af þessum sökum hefur greining og meðferð sjúkdóma dregist úr hófi með ófyrirséðum afleiðingum og er eingöngu tímaspursmál hvenær alvarleg tilvik koma upp. Auk þess kemur verkfallið niður á öðrum mikilvægum þáttum eins og til dæmis gæðastjórnun, kennslu og vísindarannsóknum. Við undirritaðir yfirlæknar á Rannsóknarsviði Landspítalans hvetjum fulltrúa ríkisvaldsins og BHM að hefja strax af krafti kjaraviðræður og leita allra leiða til að ljúka gerð kjarasamninga og binda enda á þá grafalvarlegu stöðu sem komin er í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Arthur Löve, yfirlæknir VeirufræðideildarBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ÓnæmisfræðideildarÍsleifur Ólafsson, yfirlæknir Klínískrar lífefnafæðideildarJón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir MeinafræðideilarJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir Erfða- og sameindalæknisfræðideildarKarl G. Kristinsson, yfirlæknir SýklafræðideildarÓskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri RannsóknarsviðsPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir BlóðmeinafræðideildarPétur Hannesson, yfirlæknir Röntgendeildar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar