Getur ekki unnið að verkefnum á spítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. maí 2015 07:15 Auður Anna Aradóttir segir nemendur skilja kröfur háskólamenntaðra. Fréttablaðið/Andri „Ég held að við nemendurnir höfum góðan skilning á þeim kröfum sem háskólamenntaðir hafa uppi í kjarasamningum sínum,“ segir Auður Anna Aradóttir sem leggur stund á lífeindafræði í Háskóla Íslands. Hún fer þó ekki varhluta af verkfallsaðgerðum lífeindafræðinga sem valda nokkurri truflun á námi hennar. „Þetta er náttúrlega alveg glatað. Það er ekkert gaman að vera nemi og vera í verkfalli.“ Helstu truflunina segir hún vera af því að geta ekki verið í vinnunni og í þeirri aðstöðu sem þarf hjá Landspítalanum til þess að hún geti unnið að sínum verkefnum. „Ég get til dæmis ekki verið með alls konar frumuvinnu sem ég ætti annars venjulega að geta verið með. En ég get setið heima og skrifað ritgerð,“ bætir hún við. Tíminn fari því ekki með öllu til spillis og hún stefni á útskrift í haust. „Maður reynir að gera það besta úr stöðunni og skilur að þarna er um að ræða skref sem þurfti að taka því það er ekkert mjög spennandi að vinna hjá ríkinu eftir langt nám, því launin eru rosalega lág. Ég skil því mjög vel að gripið sé til verkfallsvopnsins, þó það komi kannski ekki vel út fyrir mig akkúrat núna.“ Þá bendir Auður á að lág laun í faginu hafi svo sem ekki verið að hvetja fólk í nám. „Fólk er til dæmis nánast alveg hætt að skrá sig í nám í lífeindafræði og yfirvofandi skortur á lífeindafræðingum á spítölunum. Eins er það með hjúkrunarfræðingana. Þú ert kannski að leggja á þig fjögurra til fimm ára nám og færð í rauninni ekkert mikið meira fyrir það en ef þú myndir sleppa þessu alveg.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
„Ég held að við nemendurnir höfum góðan skilning á þeim kröfum sem háskólamenntaðir hafa uppi í kjarasamningum sínum,“ segir Auður Anna Aradóttir sem leggur stund á lífeindafræði í Háskóla Íslands. Hún fer þó ekki varhluta af verkfallsaðgerðum lífeindafræðinga sem valda nokkurri truflun á námi hennar. „Þetta er náttúrlega alveg glatað. Það er ekkert gaman að vera nemi og vera í verkfalli.“ Helstu truflunina segir hún vera af því að geta ekki verið í vinnunni og í þeirri aðstöðu sem þarf hjá Landspítalanum til þess að hún geti unnið að sínum verkefnum. „Ég get til dæmis ekki verið með alls konar frumuvinnu sem ég ætti annars venjulega að geta verið með. En ég get setið heima og skrifað ritgerð,“ bætir hún við. Tíminn fari því ekki með öllu til spillis og hún stefni á útskrift í haust. „Maður reynir að gera það besta úr stöðunni og skilur að þarna er um að ræða skref sem þurfti að taka því það er ekkert mjög spennandi að vinna hjá ríkinu eftir langt nám, því launin eru rosalega lág. Ég skil því mjög vel að gripið sé til verkfallsvopnsins, þó það komi kannski ekki vel út fyrir mig akkúrat núna.“ Þá bendir Auður á að lág laun í faginu hafi svo sem ekki verið að hvetja fólk í nám. „Fólk er til dæmis nánast alveg hætt að skrá sig í nám í lífeindafræði og yfirvofandi skortur á lífeindafræðingum á spítölunum. Eins er það með hjúkrunarfræðingana. Þú ert kannski að leggja á þig fjögurra til fimm ára nám og færð í rauninni ekkert mikið meira fyrir það en ef þú myndir sleppa þessu alveg.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira