Ný hönnunarverslun á Njálsgötu adda soffía ingvarsdóttir skrifar 7. maí 2015 12:00 Valentína er hálfur Ítali og hálfur Íslendingur og leggur áherslu á að tengja þessi tvö lönd saman í hönnun sinni. Mynd/Ernir Valentína Tinganelli dúxaði frá IED hönnunarskólanum í Róm síðastliðið sumar og hefur nú sett útskriftarlínu sína í framleiðslu. Það eru skór og fylgihlutir úr leðri sem eru handsaumaðir á Ítalíu. Valentína á sterkar rætur á Ítalíu enda er hún dóttir söngvarans Leone Tinganelli. „Ég á stóra fjölskyldu í Napólí sem ég er í góðum tengslum við. Ég bjó þar þegar ég var lítil, var síðan í hálft ár á Ítalíu þegar ég var átján ára og fyrir níu mánuðum kom ég heim eftir þriggja ára dvöl í Róm,“ segir Valentína, sem stundaði nám við hönnunarskólann Istituto Europeo di Design (IED) í borginni. Kennarar skólans voru langflestir tengdir inn í heim hönnunar og störfuðu flestir við hönnun eða í hönnunarhúsum. „Þar aflaði ég mér alls konar þekkingar um hönnunarheiminn,“ segir Valentína, sem hefur alltaf haft ástríðu fyrir skóm og öðrum leðurvörum.N25 Design store Sem lokaverkefni fyrir skólann ákvað Valentína að hanna línu af skóm og fylgihlutum úr leðri. Hún gerði sér lítið fyrir og dúxaði. „Þar sem ég fékk mjög jákvæð viðbrögð frá kennurunum og öðrum í kringum mig ákvað ég að láta drauminn rætast og reyna að koma hönnun minni á framfæri,“ segir Valentina sem hannar undir nafninu Tinganelli. Hún opnar nýja hönnunarverslun í dag í samvinnu við Völu design sem systurnar Sigríður Ásdís og Ágerður Ólína Jónasdætur standa að, en í línu þeirra er að finna skartgripi gerða úr náttúrusteinum og íslenskum fjörusteinum. Verslunin heitir N25 Design store og er á Njálsgötu 25. „Þetta var alveg handónýtt húsnæði. Við rifum allt innan úr því og það eina sem stóð eftir voru útveggirnir. Síðustu átta mánuði hafa Eyjólfur kærastinn minn, og pabbi hans, gert húsnæðið upp um helgar og á kvöldin,“ segir Valentína.Innblástur frá víkingum Innblásturinn að línu sinni fékk Valentína frá víkingatímanum. „Litina sæki ég í náttúru Íslands; eld, sjó, hraun, jökla og sandbreiður,“ segir Valentína sem notar meðal annars íslenskt hráefni í hönnun sína. „Til dæmis nota ég íslenskt karfaleður sem framleitt er hjá Sútaranum á Sauðárkróki. Ég vil þó ekki nota það sem aðalefni heldur fremur til skrauts.“ Valentínu þótti mikilvægt að tengja saman rætur sínar á Íslandi og Ítalíu en hún lætur framleiða hönnun sína á Ítalíu. „Ég vil að gæðin séu í lagi og eyddi því miklum tíma í að finna hina fullkomnu handverksmenn á Ítalíu,“ segir hún en skóna og hanskana lætur Valentína framleiða í Napólí. „Borgin er þekkt fyrir gott handverk og meðal annars hófst saga hins goðsagnakennda skósmiðs, Salvatore Ferragamo, í Napólí,“ lýsir hún. Opnunarpartý N25 Design store verður fimmtudaginn 7. maí frá klukkan 19 til 22. Boðið verður upp á léttar veitingar í versluninni að Njálsgötu 25.Nánari upplýsingar um hönnun Valentínu má finna undir Tinganelli á Facebook. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Valentína Tinganelli dúxaði frá IED hönnunarskólanum í Róm síðastliðið sumar og hefur nú sett útskriftarlínu sína í framleiðslu. Það eru skór og fylgihlutir úr leðri sem eru handsaumaðir á Ítalíu. Valentína á sterkar rætur á Ítalíu enda er hún dóttir söngvarans Leone Tinganelli. „Ég á stóra fjölskyldu í Napólí sem ég er í góðum tengslum við. Ég bjó þar þegar ég var lítil, var síðan í hálft ár á Ítalíu þegar ég var átján ára og fyrir níu mánuðum kom ég heim eftir þriggja ára dvöl í Róm,“ segir Valentína, sem stundaði nám við hönnunarskólann Istituto Europeo di Design (IED) í borginni. Kennarar skólans voru langflestir tengdir inn í heim hönnunar og störfuðu flestir við hönnun eða í hönnunarhúsum. „Þar aflaði ég mér alls konar þekkingar um hönnunarheiminn,“ segir Valentína, sem hefur alltaf haft ástríðu fyrir skóm og öðrum leðurvörum.N25 Design store Sem lokaverkefni fyrir skólann ákvað Valentína að hanna línu af skóm og fylgihlutum úr leðri. Hún gerði sér lítið fyrir og dúxaði. „Þar sem ég fékk mjög jákvæð viðbrögð frá kennurunum og öðrum í kringum mig ákvað ég að láta drauminn rætast og reyna að koma hönnun minni á framfæri,“ segir Valentina sem hannar undir nafninu Tinganelli. Hún opnar nýja hönnunarverslun í dag í samvinnu við Völu design sem systurnar Sigríður Ásdís og Ágerður Ólína Jónasdætur standa að, en í línu þeirra er að finna skartgripi gerða úr náttúrusteinum og íslenskum fjörusteinum. Verslunin heitir N25 Design store og er á Njálsgötu 25. „Þetta var alveg handónýtt húsnæði. Við rifum allt innan úr því og það eina sem stóð eftir voru útveggirnir. Síðustu átta mánuði hafa Eyjólfur kærastinn minn, og pabbi hans, gert húsnæðið upp um helgar og á kvöldin,“ segir Valentína.Innblástur frá víkingum Innblásturinn að línu sinni fékk Valentína frá víkingatímanum. „Litina sæki ég í náttúru Íslands; eld, sjó, hraun, jökla og sandbreiður,“ segir Valentína sem notar meðal annars íslenskt hráefni í hönnun sína. „Til dæmis nota ég íslenskt karfaleður sem framleitt er hjá Sútaranum á Sauðárkróki. Ég vil þó ekki nota það sem aðalefni heldur fremur til skrauts.“ Valentínu þótti mikilvægt að tengja saman rætur sínar á Íslandi og Ítalíu en hún lætur framleiða hönnun sína á Ítalíu. „Ég vil að gæðin séu í lagi og eyddi því miklum tíma í að finna hina fullkomnu handverksmenn á Ítalíu,“ segir hún en skóna og hanskana lætur Valentína framleiða í Napólí. „Borgin er þekkt fyrir gott handverk og meðal annars hófst saga hins goðsagnakennda skósmiðs, Salvatore Ferragamo, í Napólí,“ lýsir hún. Opnunarpartý N25 Design store verður fimmtudaginn 7. maí frá klukkan 19 til 22. Boðið verður upp á léttar veitingar í versluninni að Njálsgötu 25.Nánari upplýsingar um hönnun Valentínu má finna undir Tinganelli á Facebook.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira