Stór hluti atvinnulífs lamaður úti á landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Björgólfur Jóhannsson er, auk þess að vera forstjóri Icelandair Group, formaður Samtaka atvinnulífsins. Icelandair gekk um áramót frá tveggja ára kjarasamningi við flugmenn sína. Fréttablaðið/GVA Misræmi er í kröfu sem Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), setti fram á ársfundi samtakanna um að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð og samningum sem hann gerði sjálfur við flugmenn sína sem forstjóri Icelandair Group. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem í gær birti á vef samtakanna samningana sem Icelandair gerði við flugmenn sína. „Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og efnahagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af kröfunum,“ sagði Björgólfur á fundinum. „Það fylgjast allir með og sérstök launahækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra.“ Vilhjálmur segir rétt að halda til haga að samningurinn við flugmenn Icelandair sé gerður á undan læknasamningunum.Vilhjálmur Birgisson„Hverjir voru það sem ruddu brautina þarna?“ spyr Vilhjálmur. Í þessu ljósi sé undarlegt að Björgólfur hafi leyft sér að „hundskamma“ verkalýðshreyfinguna á ársfundi SA fyrir að sýna ekki ábyrgð. „Vitandi hvaða samning hann var búinn að gera við hluta af sínum starfsmönnum þar sem hækkanir voru allt að 310 þúsund krónum.“ Vilhjálmur segist hins vegar ekki gagnrýna flugmenn og flugstjóra fyrir að landa góðum samningi. „Ég er bara að benda á hræsnina, sem ríður ekki við einteyming hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir hann. Næsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins er á morgun, en í dag er seinni hluti tveggja daga verkfalls sem lamar ýmsa starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. En af því að áhrifin eru úti á landi telur Vilhjálmur ef til vill að síður sé brugðist við í borginni við samningaborðið. „Menn virðast hafa af því mestar áhyggjur að ekki fáist hamborgarar í Reykjavík meðan stór hluti atvinnulífsins er lamaður úti á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og bendir á að víða sé engin fiskvinnsla í gangi, ferðaþjónusta liggi niðri og á Akranesi verði leikskólar lokaðir á morgun vegna þess að þeir hafi þá ekki verið þrifnir tvo daga í röð. „En menn vakna kannski þegar höfuðborgarsvæðið hikstar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Misræmi er í kröfu sem Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), setti fram á ársfundi samtakanna um að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð og samningum sem hann gerði sjálfur við flugmenn sína sem forstjóri Icelandair Group. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem í gær birti á vef samtakanna samningana sem Icelandair gerði við flugmenn sína. „Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og efnahagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af kröfunum,“ sagði Björgólfur á fundinum. „Það fylgjast allir með og sérstök launahækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra.“ Vilhjálmur segir rétt að halda til haga að samningurinn við flugmenn Icelandair sé gerður á undan læknasamningunum.Vilhjálmur Birgisson„Hverjir voru það sem ruddu brautina þarna?“ spyr Vilhjálmur. Í þessu ljósi sé undarlegt að Björgólfur hafi leyft sér að „hundskamma“ verkalýðshreyfinguna á ársfundi SA fyrir að sýna ekki ábyrgð. „Vitandi hvaða samning hann var búinn að gera við hluta af sínum starfsmönnum þar sem hækkanir voru allt að 310 þúsund krónum.“ Vilhjálmur segist hins vegar ekki gagnrýna flugmenn og flugstjóra fyrir að landa góðum samningi. „Ég er bara að benda á hræsnina, sem ríður ekki við einteyming hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir hann. Næsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins er á morgun, en í dag er seinni hluti tveggja daga verkfalls sem lamar ýmsa starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. En af því að áhrifin eru úti á landi telur Vilhjálmur ef til vill að síður sé brugðist við í borginni við samningaborðið. „Menn virðast hafa af því mestar áhyggjur að ekki fáist hamborgarar í Reykjavík meðan stór hluti atvinnulífsins er lamaður úti á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og bendir á að víða sé engin fiskvinnsla í gangi, ferðaþjónusta liggi niðri og á Akranesi verði leikskólar lokaðir á morgun vegna þess að þeir hafi þá ekki verið þrifnir tvo daga í röð. „En menn vakna kannski þegar höfuðborgarsvæðið hikstar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira