Ljósmæður segja launin kynjamisrétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 "Nánast allar ljósmæður fengu skerðingu á launum og fengu lítið sem ekkert greitt. Þær geta ekki staðið í skilum, greitt reikninga eða greitt eðlileg útgjöld heimilisins.“ Vísir/Vilhelm „Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra. Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
„Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra.
Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira