Stjarnan tekur á móti Gróttu í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandmeistaratitilinn.
Stjarnan tapaði fyrsta leiknum en hefur kynnst því best á eigin skinni að það hefur alls ekki boðað slæmt í lokaúrslitunum síðustu árin.
Stjarnan komst í 1-0 bæði 2013 (á móti Fram) og 2014 (á móti Val) en tapaði báðum einvígum í oddaleik.
Það lið sem hefur unnið leik eitt hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár en í sjö lokaúrslitum kvenna í röð hefur liðið sem vinnur leik tvö farið alla leið og tryggt sér titilinn.
Leikurinn í Mýrinni klukkan 19.30 í kvöld er því samkvæmt hefðinni mikilvægari en leikur eitt.
Leikur tvö mikilvægari en leikur eitt síðustu ár

Tengdar fréttir

Kristín Guðmunds: Fólk er farið að sjá veikleika Gróttu
Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Kári: Ekkert ýkja bjartsýnn með Karólínu
Karólína Bæhrenz Lárudóttir, leikmaður Gróttu, er líklega tognuð aftan í læri.

Helena Rut með 6,1 mark að meðaltali í leik í úrslitakeppninni
Grótta og Stjarnan mætast í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið
Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.

Rakel Dögg: Eftir á að hyggja hefðum við átt að taka Florentinu út af
Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slakur seinni hálfleikur hefði orðið Garðbæingum að falli gegn Gróttu í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.