Píratar geta þetta Stjórnarmaðurinn skrifar 6. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira