Fram þjáðir menn í þúsund löndum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Lögregla áætlar að um 9000 manns hafi mætt í kröfugöngu Fréttablaðið/Pjetur „Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn. Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
„Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn.
Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira