Miðborg í blóma Jakob Frímann Magnússon skrifar 30. apríl 2015 08:00 Undanfarin ár hafa endurbætur og fjárfestingar í miðborginni verið meiri en nokkru sinni fyrr og er þá langt til jafnað. Langþráðar endurbætur á Hverfisgötu austan Klapparstígs eru að baki og verður að óbreyttu lokið 2016. Framkvæmdum á Hjartareit / Hljómalindarreit verður lokið upp úr næstu áramótum, en til að svo geti orðið þarf að tryggja opnar akstursleiðir og óheft aðgengi og því bíða endurbætur og framkvæmdir á vestari hluta Hverfisgötu næsta árs. Umtalsverðar framkvæmdir eru að hefjast í nágrenni Hörpu, þ.m.t. við umfangsmikla fimm stjörnu hótelbyggingu. Bílastæði neðanjarðar, sumpart beintengd bílastæðum Hörpukjallarans, verða sem næst 1.000 er allt verður saman lagt. Hins vegar fækkar nokkuð ofanjarðarstæðum í miðborginni, þ.m.t. við hlið Tollstjórahússins sem þegar hafa verið skermuð af. Vert er þá að minna á bílastæði í gamla Kolaportshúsinu, í Hörpukjallaranum, í Grjótaþorpi á horni Vesturgötu og Mjóstrætis, í Traðarkoti á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, á Skólavörðustíg við Bergstaðastræti, á Hverfisgötu við horn Vitastígs og í Stjörnuporti gegnt Laugavegi 91. Í öllum þessum húsum er að jafnaði að finna gnótt bílastæða auk þeirra fjölmörgu stæða sem dreifð eru um gjörvalla miðborg. Sumargötur sem ráðgerðar eru frá maí til septemberloka verða á Laugavegi frá Vatnsstíg (vestan Frakkastígs) að Bankastræti, neðst á Skólavörðustíg, frá Bergstaðastræti að Bankastræti, Pósthússtræti og Austurstræti. Opið verður fyrir umferð og aðföng til hádegis hvern virkan dag. Á hinum fjölmörgu torgum borgarinnar verður líf og fjör. Ber þar helst að nefna KRÁS, matarmarkaðinn vinsæla á Fógetatorgi sem verður opinn allar helgar í júlí og ágúst, reglubundnar lifandi tónlistarveislur á Ingólfstorgi, fjölbreytilega starfsemi á Torgum í biðstöðu, reglubundna viðburði Götuleikhússins og Hins hússins og reglubundnar uppákomur tengdar Löngum laugardögum sem eru að jafnaði fyrstu laugardagar hvers mánaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru. Í næstu grein verður nánar farið yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborginni á komandi mánuðum og misserum.Með bestu óskum um gleðilegt og sólríkt miðborgarsumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa endurbætur og fjárfestingar í miðborginni verið meiri en nokkru sinni fyrr og er þá langt til jafnað. Langþráðar endurbætur á Hverfisgötu austan Klapparstígs eru að baki og verður að óbreyttu lokið 2016. Framkvæmdum á Hjartareit / Hljómalindarreit verður lokið upp úr næstu áramótum, en til að svo geti orðið þarf að tryggja opnar akstursleiðir og óheft aðgengi og því bíða endurbætur og framkvæmdir á vestari hluta Hverfisgötu næsta árs. Umtalsverðar framkvæmdir eru að hefjast í nágrenni Hörpu, þ.m.t. við umfangsmikla fimm stjörnu hótelbyggingu. Bílastæði neðanjarðar, sumpart beintengd bílastæðum Hörpukjallarans, verða sem næst 1.000 er allt verður saman lagt. Hins vegar fækkar nokkuð ofanjarðarstæðum í miðborginni, þ.m.t. við hlið Tollstjórahússins sem þegar hafa verið skermuð af. Vert er þá að minna á bílastæði í gamla Kolaportshúsinu, í Hörpukjallaranum, í Grjótaþorpi á horni Vesturgötu og Mjóstrætis, í Traðarkoti á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, á Skólavörðustíg við Bergstaðastræti, á Hverfisgötu við horn Vitastígs og í Stjörnuporti gegnt Laugavegi 91. Í öllum þessum húsum er að jafnaði að finna gnótt bílastæða auk þeirra fjölmörgu stæða sem dreifð eru um gjörvalla miðborg. Sumargötur sem ráðgerðar eru frá maí til septemberloka verða á Laugavegi frá Vatnsstíg (vestan Frakkastígs) að Bankastræti, neðst á Skólavörðustíg, frá Bergstaðastræti að Bankastræti, Pósthússtræti og Austurstræti. Opið verður fyrir umferð og aðföng til hádegis hvern virkan dag. Á hinum fjölmörgu torgum borgarinnar verður líf og fjör. Ber þar helst að nefna KRÁS, matarmarkaðinn vinsæla á Fógetatorgi sem verður opinn allar helgar í júlí og ágúst, reglubundnar lifandi tónlistarveislur á Ingólfstorgi, fjölbreytilega starfsemi á Torgum í biðstöðu, reglubundna viðburði Götuleikhússins og Hins hússins og reglubundnar uppákomur tengdar Löngum laugardögum sem eru að jafnaði fyrstu laugardagar hvers mánaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru. Í næstu grein verður nánar farið yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborginni á komandi mánuðum og misserum.Með bestu óskum um gleðilegt og sólríkt miðborgarsumar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar