Styttist í sauðburð þannig við þurfum að klára þetta sem fyrst Tómas Þór Þórðarsson skrifar 20. apríl 2015 07:00 Michael Craion, leikmaður KR, og Darrel Flake, leikmaður Tindastóls, eru báðir komnir í lokaúrslitin í fyrsta skipti á ferlinum. vísir/Andri Marinó „Það er hrikalega mikil stemning í bæjarbúum og rúmlega það,“ segir Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, en Stólarnir mæta KR í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Það eru fjórtán ár síðan Tindastóll, sem hefur aldrei orðið Íslandsmeistari, spilaði síðast til úrslita. Liðið tapaði þá fyrir Njarðvík, 3-1, og horfði á Ljónin lyfta Íslandsbikarnum á sínum eigin heimavelli árið 2001. Kári, sem var þá 48 ára gamall, var í leikmannahóp Tindastóls í síðustu tveimur leikjum. Það þarf vart að taka fram að hann var aldursforseti liðsins, deildarinnar og eflaust körfuboltans um gervalla Evrópu.Þetta var lögreglumál „Á fjórða leiknum voru 1.100 manns. Ég sá þarna félaga úr hreyfingunni frá Akureyri og fleiri stöðum. Það kom fólk á leikinn alls staðar að. Þetta var mjög eftirminnilegt, ekki síst vegna þess að þarna var Logi Gunnarsson að springa út. Hann skoraði 30 stig og tróð yfir stóra Rússann okkar, Michail Antropov,“ segir Kári. „Þetta var eftirminnilegur leikur og bara ánægjulegt að við séum komnir aftur í úrslitin,“ segir Kári, en Brenton Birmingham fór ansi illa með Stólana í fjórða leiknum og bauð upp á fernu (28 stig, 10 fráköst, 11 stoðs., og 10 stolnir.). „Hann stal boltanum alveg trekk í trekk. Þetta var bara orðið lögreglumál,“ segir Kári og hlær.Vildi fá KR í úrslitum Tindastólsliðið fyrir fjórtán árum var gott en Kári segir liðið í dag betra. „Það er alveg klárt. Við erum með breiðari hóp og fleiri stóra menn. Fjarkinn og fimman okkar er sterkari núna. Við vorum bara með stóra Rússann og svo litlir í kringum hann,“ segir Kári, en breiddin er svo mikil í Tindastólsliðinu í dag að það fær framlag frá nánast öllu liðinu. „Við höfum verið að spila á tíu mönnum í gegnum þessar tvær seríur í úrslitakeppninni. Við höfum náð stigum frá níu mönnum sem er frábært. Við viljum helst ekki að neinn spili meira en 30 mínútur og því viljum við halda áfram,“ segir Kári. Stólarnir fylgdust auðvitað með ótrúlegum oddaleik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum. Kári vildi fá Íslandsmeistarana í lokaúrslitin, þrátt fyrir gífurlegan styrk þess. „Njarðvík hefði verið gott vegna heimaleikjaréttarins, en ég fórnaði honum fyrir allt fólkið sem kemst á leikina í staðinn. Ljónagryfjan er svo lítil þannig við fáum fleiri áhorfendur á útileikina. Mitt hjarta vildi KR,“ segir Kári.Israel langbestur Aðalþjálfari Tindastóls er Spánverjinn Israel Martin sem hefur gert flotta hluti með liðið á fyrsta ári. Kári ber honum söguna mjög vel. „Þetta er eðaldrengur og ofboðslega skemmtilegur karakter. Hann er rosalega góður þjálfari með fínar æfingar en það er tvennt sem hann er afburðamaður í. Israel er frábær í að skoða mótherjann og klippa saman myndbönd og að búa til eitthvað á staðnum í leikjum. Þar er hann magnaður,“ segir Kári Kári hefur verið mjög lengi í kringum körfuboltann þannig að það segir sitt þegar hann telur Israel þann besta sem hann hefur séð. „Með fullri virðingu fyrir öllum þeim þjálfurum sem ég hef haft og þjálfað með er hann langbestur,“ segir Kári ákveðinn. Tindastóll hefur mætt KR fjórum sinnum á leiktíðinni. Norðanmenn töpuðu fyrir KR-ingum í úrslitum Lengjubikarsins síðasta haust, aftur í undanúrslitum bikarsins og útileiknum í deildinni.Hungraðir að vinna KR „Það er hungur í okkur að vinna þá. Þeir eru búnir að vinna okkur í tveimur stórum leikjum og í framlengingu í deildinni. Við erum virkilega stemmdir í að vinna þá núna,“ segir Kári, en hver er helsti munurinn á liðunum? „KR er með hávaxnara lið nánast í öllum stöðum. Það er bara Craion sem við getum mætt með Dempsey en annars eru þeir stærri. Ef lið er hávaxnara og hefur fleiri kíló innan sinna raða dugar það oft í gegnum svona seríu,“ segir Kári. Hann býst við fjölda áhorfenda á bandi gestanna í DHL-höllinni í kvöld. „Ég vil sjá 700 Króksara í KR-húsinu. Við sendum bara út áskorun á þá,“ segir Kári sem vill helst verða Íslandsmeistari í sem fæstum leikjum. „Við megum ekkert vera að því að spila við KR langt fram á vor. Það styttist í sauðburð þannig að við verðum að klára þetta sem fyrst,“ segir Kári eldhress og skellihlæjandi að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
„Það er hrikalega mikil stemning í bæjarbúum og rúmlega það,“ segir Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, en Stólarnir mæta KR í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Það eru fjórtán ár síðan Tindastóll, sem hefur aldrei orðið Íslandsmeistari, spilaði síðast til úrslita. Liðið tapaði þá fyrir Njarðvík, 3-1, og horfði á Ljónin lyfta Íslandsbikarnum á sínum eigin heimavelli árið 2001. Kári, sem var þá 48 ára gamall, var í leikmannahóp Tindastóls í síðustu tveimur leikjum. Það þarf vart að taka fram að hann var aldursforseti liðsins, deildarinnar og eflaust körfuboltans um gervalla Evrópu.Þetta var lögreglumál „Á fjórða leiknum voru 1.100 manns. Ég sá þarna félaga úr hreyfingunni frá Akureyri og fleiri stöðum. Það kom fólk á leikinn alls staðar að. Þetta var mjög eftirminnilegt, ekki síst vegna þess að þarna var Logi Gunnarsson að springa út. Hann skoraði 30 stig og tróð yfir stóra Rússann okkar, Michail Antropov,“ segir Kári. „Þetta var eftirminnilegur leikur og bara ánægjulegt að við séum komnir aftur í úrslitin,“ segir Kári, en Brenton Birmingham fór ansi illa með Stólana í fjórða leiknum og bauð upp á fernu (28 stig, 10 fráköst, 11 stoðs., og 10 stolnir.). „Hann stal boltanum alveg trekk í trekk. Þetta var bara orðið lögreglumál,“ segir Kári og hlær.Vildi fá KR í úrslitum Tindastólsliðið fyrir fjórtán árum var gott en Kári segir liðið í dag betra. „Það er alveg klárt. Við erum með breiðari hóp og fleiri stóra menn. Fjarkinn og fimman okkar er sterkari núna. Við vorum bara með stóra Rússann og svo litlir í kringum hann,“ segir Kári, en breiddin er svo mikil í Tindastólsliðinu í dag að það fær framlag frá nánast öllu liðinu. „Við höfum verið að spila á tíu mönnum í gegnum þessar tvær seríur í úrslitakeppninni. Við höfum náð stigum frá níu mönnum sem er frábært. Við viljum helst ekki að neinn spili meira en 30 mínútur og því viljum við halda áfram,“ segir Kári. Stólarnir fylgdust auðvitað með ótrúlegum oddaleik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum. Kári vildi fá Íslandsmeistarana í lokaúrslitin, þrátt fyrir gífurlegan styrk þess. „Njarðvík hefði verið gott vegna heimaleikjaréttarins, en ég fórnaði honum fyrir allt fólkið sem kemst á leikina í staðinn. Ljónagryfjan er svo lítil þannig við fáum fleiri áhorfendur á útileikina. Mitt hjarta vildi KR,“ segir Kári.Israel langbestur Aðalþjálfari Tindastóls er Spánverjinn Israel Martin sem hefur gert flotta hluti með liðið á fyrsta ári. Kári ber honum söguna mjög vel. „Þetta er eðaldrengur og ofboðslega skemmtilegur karakter. Hann er rosalega góður þjálfari með fínar æfingar en það er tvennt sem hann er afburðamaður í. Israel er frábær í að skoða mótherjann og klippa saman myndbönd og að búa til eitthvað á staðnum í leikjum. Þar er hann magnaður,“ segir Kári Kári hefur verið mjög lengi í kringum körfuboltann þannig að það segir sitt þegar hann telur Israel þann besta sem hann hefur séð. „Með fullri virðingu fyrir öllum þeim þjálfurum sem ég hef haft og þjálfað með er hann langbestur,“ segir Kári ákveðinn. Tindastóll hefur mætt KR fjórum sinnum á leiktíðinni. Norðanmenn töpuðu fyrir KR-ingum í úrslitum Lengjubikarsins síðasta haust, aftur í undanúrslitum bikarsins og útileiknum í deildinni.Hungraðir að vinna KR „Það er hungur í okkur að vinna þá. Þeir eru búnir að vinna okkur í tveimur stórum leikjum og í framlengingu í deildinni. Við erum virkilega stemmdir í að vinna þá núna,“ segir Kári, en hver er helsti munurinn á liðunum? „KR er með hávaxnara lið nánast í öllum stöðum. Það er bara Craion sem við getum mætt með Dempsey en annars eru þeir stærri. Ef lið er hávaxnara og hefur fleiri kíló innan sinna raða dugar það oft í gegnum svona seríu,“ segir Kári. Hann býst við fjölda áhorfenda á bandi gestanna í DHL-höllinni í kvöld. „Ég vil sjá 700 Króksara í KR-húsinu. Við sendum bara út áskorun á þá,“ segir Kári sem vill helst verða Íslandsmeistari í sem fæstum leikjum. „Við megum ekkert vera að því að spila við KR langt fram á vor. Það styttist í sauðburð þannig að við verðum að klára þetta sem fyrst,“ segir Kári eldhress og skellihlæjandi að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira