Sjómenn við skyldustörf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 07:00 Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun