Sjómenn við skyldustörf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 07:00 Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar