Skoðaðu samhengið Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 11:00 Á sýningunni gefur víða að líta muni frá ólíkum tíma sem tengjast þó jafnvel með óvæntum hætti. Visir/Ernir Í dag verður Safnahúsið opnað að nýju með sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn, Listasafn og Náttúruminjasafn, auk Þjóðskjalasafns, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Sjónrænn menningararfur snýr langt því frá einvörðungu að því sem almennt er litið á sem myndlist. Þarna er að finna muni á borð við íslensku handritin, hönnun og myndlist samtímans, handverk liðinna alda og svo mætti lengi telja. Mikil áhersla er lögð á fræðsluþáttinn fyrir fjölskyldur sem skóla og hefur Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi Þjóðminjasafnsins, unnið að fræðsluefni ásamt fleirum í aðdraganda opnunarinnar.Hlín Gylfadóttir er á meðal þeirra sem hafa unnið að fræðsluþætti sýningarinnar.Visir/Ernir„Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem hefur verið ákaflega gaman að taka taka þátt í. Sýningin verður tækifæri til samverustunda fyrir börn og fullorðna og þannig hugsuð að fólk geti komið saman og notið hennar á sínum forsendum. Við erum búin að útbúa fræðsluefni sem virkar eins og hjálpartæki þegar sýningin er skoðuð. Það eru t.d. spil, leikir og þrautir sem leiða fólk áfram í gegnum sýninguna og hvetja það um leið til þess að nota hugmyndaflugið. Þannig verður það sem skoðað er að lifandi munum sem tala með sínum hætti til þeirra sem skoða og njóta. Heimsókn í Safnahúsið er þannig tilvalið tækifæri til samverustundar ólíkra kynslóða. Að auki verður hægt að nálgast sérsniðið efni á vefnum okkar fyrir kennara fyrir skólaheimsóknir.“ Safnahúsið mun einnig bjóða upp á leiðsöguforrit í gegnum síma og leigu á símum. Með því er hægt að þræða sig eftir sýningunni með hvort sem er heldur hljóðleiðsögn eða skjátexta og því er mikið gert til þess að fólk geti notið sýningarinnar til fulls og fengið skemmtilega fræðslu í senn. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson og er rétt að minna á að í næstu viku verður enginn aðgangseyrir að safninu. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í dag verður Safnahúsið opnað að nýju með sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn, Listasafn og Náttúruminjasafn, auk Þjóðskjalasafns, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Sjónrænn menningararfur snýr langt því frá einvörðungu að því sem almennt er litið á sem myndlist. Þarna er að finna muni á borð við íslensku handritin, hönnun og myndlist samtímans, handverk liðinna alda og svo mætti lengi telja. Mikil áhersla er lögð á fræðsluþáttinn fyrir fjölskyldur sem skóla og hefur Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi Þjóðminjasafnsins, unnið að fræðsluefni ásamt fleirum í aðdraganda opnunarinnar.Hlín Gylfadóttir er á meðal þeirra sem hafa unnið að fræðsluþætti sýningarinnar.Visir/Ernir„Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem hefur verið ákaflega gaman að taka taka þátt í. Sýningin verður tækifæri til samverustunda fyrir börn og fullorðna og þannig hugsuð að fólk geti komið saman og notið hennar á sínum forsendum. Við erum búin að útbúa fræðsluefni sem virkar eins og hjálpartæki þegar sýningin er skoðuð. Það eru t.d. spil, leikir og þrautir sem leiða fólk áfram í gegnum sýninguna og hvetja það um leið til þess að nota hugmyndaflugið. Þannig verður það sem skoðað er að lifandi munum sem tala með sínum hætti til þeirra sem skoða og njóta. Heimsókn í Safnahúsið er þannig tilvalið tækifæri til samverustundar ólíkra kynslóða. Að auki verður hægt að nálgast sérsniðið efni á vefnum okkar fyrir kennara fyrir skólaheimsóknir.“ Safnahúsið mun einnig bjóða upp á leiðsöguforrit í gegnum síma og leigu á símum. Með því er hægt að þræða sig eftir sýningunni með hvort sem er heldur hljóðleiðsögn eða skjátexta og því er mikið gert til þess að fólk geti notið sýningarinnar til fulls og fengið skemmtilega fræðslu í senn. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson og er rétt að minna á að í næstu viku verður enginn aðgangseyrir að safninu.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira