Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2015 10:00 „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku,“ segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræðings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heimili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátukona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrifuð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“Sjá einnig: Íslensk tunga í útrýmingarhættu Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar máltækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þróunin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleikina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“ Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
„Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræðings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heimili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátukona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrifuð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“Sjá einnig: Íslensk tunga í útrýmingarhættu Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar máltækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þróunin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleikina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira