Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2015 06:00 Hrafn Kristjánsson og Tómas Heiðar Tómasson eftir undirskriftina í Stjörnuheimilinu í Garðabænum í gær. Fréttablaðið/Ernir „Okkur vantaði bakvörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta. Stjarnan fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbakvörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyfings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn.Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heiðar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tímabil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri.Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starfið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið langtímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn.Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman-leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verður útlendingur eða útlendingar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með viðtalinu við hann. Dominos-deild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
„Okkur vantaði bakvörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta. Stjarnan fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbakvörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyfings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn.Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heiðar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tímabil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri.Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starfið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið langtímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn.Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman-leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verður útlendingur eða útlendingar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með viðtalinu við hann.
Dominos-deild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira