Búist við kjötskorti Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Fersk kjötvara, önnur en lambakjöt, verður fljót að hverfa úr hillum verslana komi til langvarandi verkfalls dýralækna. Fréttablaðið/Heiða Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira