Búist við kjötskorti Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Fersk kjötvara, önnur en lambakjöt, verður fljót að hverfa úr hillum verslana komi til langvarandi verkfalls dýralækna. Fréttablaðið/Heiða Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira