Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar 7. apríl 2015 08:00 Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi.Rangur ÓliÍ upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti. Á þessum villigötum ályktar Hæstiréttur að maður minn hafi verið í miðju viðskiptanna á útfærslustigi og unnið við hlið starfsmanna bankans.Á þessu símtali er hvorki byggt af hálfu héraðsdóms né ákæruvaldinu sjálfu, sem bendir til að þeir átti sig á að samtalið er ekki við Ólaf. Þetta gengur hins vegar þvert á framburð hans og allra annarra vitna í málinu. Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi og byggir niðurstöðu sína að verulegu leyti á því sem fram kemur í þessu samtali.Kunningsskapur til margra áraSem maki Ólafs þekki ég sögu málsins vel. Þeir sem að viðskiptunum stóðu eru mér flestir vel kunnir. Þar er ég að tala um Al Thani-frændur og aðstoðarmenn þeirra. Sheik Sultan Al Thani hefur, ásamt lögmanni og ráðgjafa, verið gestur á heimili mínu á Íslandi og erlendis og ég hef hitt þá við ýmis tækifæri. Mér var fullkunnugt um áhuga þeirra á Kaupþingi banka og þá miklu vinnu sem fór af stað í kjölfarið við að koma viðskiptunum á. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir að íslenskir fjölmiðlar virtust í fyrstu telja að þeir frændur, Sultan og Muhammed Al Thani, væru „huldumenn“ og í raun tilbúningur. Síðar meir, þegar ljóst var orðið að þessir menn væru af holdi og blóði og tilheyra fjölskyldu emírsins í Katar, þá var glæpurinn orðinn samantekin ráð Al Thani-fjölskyldunnar, stjórnenda Kaupþings og Ólafs, leikrit sett á svið í þeim tilgangi að villa um fyrir fjárfestum á Íslandi. Mér er óskiljanlegt hvernig hægt er að ímynda sér, í ljósi efnahagslegrar og félagslegrar stöðu þeirra frænda, að þeir hafi verið tilbúnir að hætta nafni sínu og mannorði með þátttöku í sýndarviðskiptum og óheiðarlegu braski. Allt án nokkurs mögulegs ávinnings fyrir þá sjálfa.Lykilvitni ekki kölluð fyrir dómEn ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu. Al Thani-frændur hljóta þá í öllu falli að vera gríðarlega mikilvæg vitni og því nauðsynlegt að fá fram eiðsvarinn vitnisburð þeirra í réttarsal. Sérstakur saksóknari lætur sér þess í stað nægja að taka viðtal við þá í London, að verjendum ákærðu fjarstöddum. Framburður þeirra um að þeir hafi verið einu kaupendurnir í þessum viðskiptum er í ofanálag virtur að vettugi í dómi Hæstaréttar. Hvað hræddi menn frá því að fá fram þeirra sýn á þetta stærsta efnahagsbrotamál Íslands? Sú staðreynd að þeir hafa gert upp skuldir sínar við bankann og greitt slitastjórn Kaupþings fleiri milljarða króna hefur einnig furðulítið gildi í meðferð Hæstaréttar. Greiðslurnar endurspegluðu margra milljarða áhættu Al Thani af viðskiptunum sem var umtalsvert meiri en tíðkaðist í hlutabréfaviðskiptum á þessum tíma. Samkvæmt dómi Hæstaréttar voru þessir þrautreyndu viðskiptamenn að taka á sig þá áhættu að verulegu leyti fyrir mann minn, án endurgjalds.Ný aðferðafræði Hæstaréttar / Dómur HæstaréttarÞrátt fyrir að Al Thani-málið lenti snemma í brennidepli í umræðu sem mótaðist af miklum tilfinningahita og reiði sem kom í kjölfar bankahrunsins, þá stóð ég alltaf í þeirri trú að opinber umræða myndi ekki hafa úrslitaáhrif á faglega vinnu dómara Hæstaréttar. Ég trúði því og treysti að þeir stæðu fast á gildum réttarríkisins að viðlögðu drengskaparheiti sínu. Niðurstaða Hæstaréttar kom því sem reiðarslag og gengur gegn gögnum málsins. Það sem er undarlegt við dóm Hæstaréttar er að hann endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og lög gera ráð fyrir, heldur vinnur nýtt mál upp úr málskjölum og býr til nýjan dóm, sem byggður er á allt öðrum forsendum en dómur héraðsdóms. Dómarar fara þarna ótroðnar slóðir, klæðast allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. Þessu má líkja við að við hefðum bara eitt dómstig í landinu, eitt dómstig sem fjallar ekkert um varnir sakborninga; grundvallarmannréttindi okkar allra. Afleiðingar þessa ‚nýja vinnulags‘ Hæstaréttar eru óumflýjanlega þær að mistök eiga sér stað. Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings. Eftir að dómur féll heyrðust háværar raddir um að Hæstiréttur hafi talað og nú skuli menn láta staðar numið. Jafnvel hefur heyrst að gagnrýni á niðurstöðu Hæstaréttar sé aðför að réttarríkinu. En er það svo? Er ekki frelsið til að tjá sig, gagnrýna og segja skoðun sína, einn af hornsteinum réttarríkisins? Er ekki öllum grundvallarstoðum samfélagsins hollt að vera undir vökulu auga þegnanna? Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi.Rangur ÓliÍ upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti. Á þessum villigötum ályktar Hæstiréttur að maður minn hafi verið í miðju viðskiptanna á útfærslustigi og unnið við hlið starfsmanna bankans.Á þessu símtali er hvorki byggt af hálfu héraðsdóms né ákæruvaldinu sjálfu, sem bendir til að þeir átti sig á að samtalið er ekki við Ólaf. Þetta gengur hins vegar þvert á framburð hans og allra annarra vitna í málinu. Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi og byggir niðurstöðu sína að verulegu leyti á því sem fram kemur í þessu samtali.Kunningsskapur til margra áraSem maki Ólafs þekki ég sögu málsins vel. Þeir sem að viðskiptunum stóðu eru mér flestir vel kunnir. Þar er ég að tala um Al Thani-frændur og aðstoðarmenn þeirra. Sheik Sultan Al Thani hefur, ásamt lögmanni og ráðgjafa, verið gestur á heimili mínu á Íslandi og erlendis og ég hef hitt þá við ýmis tækifæri. Mér var fullkunnugt um áhuga þeirra á Kaupþingi banka og þá miklu vinnu sem fór af stað í kjölfarið við að koma viðskiptunum á. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir að íslenskir fjölmiðlar virtust í fyrstu telja að þeir frændur, Sultan og Muhammed Al Thani, væru „huldumenn“ og í raun tilbúningur. Síðar meir, þegar ljóst var orðið að þessir menn væru af holdi og blóði og tilheyra fjölskyldu emírsins í Katar, þá var glæpurinn orðinn samantekin ráð Al Thani-fjölskyldunnar, stjórnenda Kaupþings og Ólafs, leikrit sett á svið í þeim tilgangi að villa um fyrir fjárfestum á Íslandi. Mér er óskiljanlegt hvernig hægt er að ímynda sér, í ljósi efnahagslegrar og félagslegrar stöðu þeirra frænda, að þeir hafi verið tilbúnir að hætta nafni sínu og mannorði með þátttöku í sýndarviðskiptum og óheiðarlegu braski. Allt án nokkurs mögulegs ávinnings fyrir þá sjálfa.Lykilvitni ekki kölluð fyrir dómEn ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu. Al Thani-frændur hljóta þá í öllu falli að vera gríðarlega mikilvæg vitni og því nauðsynlegt að fá fram eiðsvarinn vitnisburð þeirra í réttarsal. Sérstakur saksóknari lætur sér þess í stað nægja að taka viðtal við þá í London, að verjendum ákærðu fjarstöddum. Framburður þeirra um að þeir hafi verið einu kaupendurnir í þessum viðskiptum er í ofanálag virtur að vettugi í dómi Hæstaréttar. Hvað hræddi menn frá því að fá fram þeirra sýn á þetta stærsta efnahagsbrotamál Íslands? Sú staðreynd að þeir hafa gert upp skuldir sínar við bankann og greitt slitastjórn Kaupþings fleiri milljarða króna hefur einnig furðulítið gildi í meðferð Hæstaréttar. Greiðslurnar endurspegluðu margra milljarða áhættu Al Thani af viðskiptunum sem var umtalsvert meiri en tíðkaðist í hlutabréfaviðskiptum á þessum tíma. Samkvæmt dómi Hæstaréttar voru þessir þrautreyndu viðskiptamenn að taka á sig þá áhættu að verulegu leyti fyrir mann minn, án endurgjalds.Ný aðferðafræði Hæstaréttar / Dómur HæstaréttarÞrátt fyrir að Al Thani-málið lenti snemma í brennidepli í umræðu sem mótaðist af miklum tilfinningahita og reiði sem kom í kjölfar bankahrunsins, þá stóð ég alltaf í þeirri trú að opinber umræða myndi ekki hafa úrslitaáhrif á faglega vinnu dómara Hæstaréttar. Ég trúði því og treysti að þeir stæðu fast á gildum réttarríkisins að viðlögðu drengskaparheiti sínu. Niðurstaða Hæstaréttar kom því sem reiðarslag og gengur gegn gögnum málsins. Það sem er undarlegt við dóm Hæstaréttar er að hann endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og lög gera ráð fyrir, heldur vinnur nýtt mál upp úr málskjölum og býr til nýjan dóm, sem byggður er á allt öðrum forsendum en dómur héraðsdóms. Dómarar fara þarna ótroðnar slóðir, klæðast allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. Þessu má líkja við að við hefðum bara eitt dómstig í landinu, eitt dómstig sem fjallar ekkert um varnir sakborninga; grundvallarmannréttindi okkar allra. Afleiðingar þessa ‚nýja vinnulags‘ Hæstaréttar eru óumflýjanlega þær að mistök eiga sér stað. Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings. Eftir að dómur féll heyrðust háværar raddir um að Hæstiréttur hafi talað og nú skuli menn láta staðar numið. Jafnvel hefur heyrst að gagnrýni á niðurstöðu Hæstaréttar sé aðför að réttarríkinu. En er það svo? Er ekki frelsið til að tjá sig, gagnrýna og segja skoðun sína, einn af hornsteinum réttarríkisins? Er ekki öllum grundvallarstoðum samfélagsins hollt að vera undir vökulu auga þegnanna? Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun