Fjölbreytileiki á undanhaldi Stjórnarmaðurinn skrifar 1. apríl 2015 09:00 Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun