Krabbamein er stórt orð Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 27. mars 2015 07:00 Algengt er að það sé fólki mikið áfall að greinast með krabbamein þótt vissulega sé það einstaklingsbundið. Af stað fer ákveðið ferli þar sem fólk þarf tíma til að átta sig á því hvað felst í greiningunni, hver staða dagsins í dag er og hverjar framtíðarhorfurnar eru. Það þarf tíma til að sætta sig við þá stöðu sem upp er komin og tíma til að syrgja fyrra heilbrigði. Margvíslegar breytingar á lífsháttum og færni fólks geta haft gífurlegar afleiðingar á líðan og tilfinningalíf fólks. Það getur verið bæði erfitt og orkufrekt að laga sig að nýjum lífstakti. Þessar breytingar hafa ekki síður áhrif á fjölskylduna sem einingu en sjúklinginn sem einstakling. Veikindi eins fjölskyldumeðlims eru ekki bara áfall fyrir hann sjálfan, heldur líka fólkið sem stendur honum nær. Aðstandendur eru oft áhyggjufullir og vita ekki við hverju er að búast þegar kemur að sjúkdómsframvindu og hvaða hlutverki þeir geta gegnt í því ferli sem farið er af stað. Flestir aðstandendur vilja ekkert fremur en að styðja við ástvin sinn sem þeim frekast er unnt, en oft vita þeir ekki hvers konar stuðningur er gagnlegastur. Við það bætist að skert færni hjá einum í fjölskyldunni getur leitt til breytinga á fjölskyldumynstri á marga vegu. Fjölskyldumeðlimir, bæði börn og maki, þurfa oft að taka á sig nýjar skyldur og meiri ábyrgð en áður, samhliða því að hafa áhyggjur af velferð sjúklingsins. Þetta getur valdið spennu og ruglingi, ekki síst þegar hlutverkaskipan hefur verið í föstum skorðum árum, jafnvel áratugum saman. Að ná jafnvæginu getur því verið heljarinnar verkefni. Maki og börn geta upplifað sig ráðvillt og vanmáttug, sjúklingurinn sömuleiðis. Hvernig er best að haga málum svo að aðlögunin takist sem best? Að geta leitað stuðnings, talað um áhyggjur sínar, hugðarefni og sorgir við aðra manneskju er hverjum manni nauðsynlegt. Við sem manneskjur þurfum á öðru fólki að halda og aldrei er stuðningsnetið, sem fjölskyldan myndar saman, mikilvægara en þegar erfiðleika ber að garði. Að takast á við hlutina saman eykur möguleika allra til að komast yfir erfiðleikana og vinna úr þeim á heilbrigðan hátt. Stuðningsfélag Mörgum finnst þó óþægilegt að leggja nema visst á fólkið sitt. Ennfremur leiðir nálægðin af sér litla yfirsýn yfir málin á þeirri stundu sem þau gerast. Og suma hluti skilja aðeins þeir sem hafa gengið í gegnum þá sjálfir. Að geta leitað til manneskju, sem hefur staðið í sporum manns og er reynslunni ríkari getur því verið ómetanlegt. Að geta speglað sig í þeim sem hafa gengið í gengum svipaða hluti og komist í gegnum þá. Að fá spurningum sem brenna á manni svarað. Að sjá það með eigin augum að það er ljós við enda ganganna. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Hjá Krafti bjóðum við meðlimum upp á öflugt stuðningsnet þar sem allir stuðningsfulltrúar hafa farið á námskeið og haldið er utan um starfið af sálfræðingi sem býður handleiðslu og stuðning. Ennfremur býðst meðlimum Krafts að koma í stuðningsviðtal hjá sálfræðingi, kjósi þeir það fremur, en mörgum finnst gott að koma og tala við fagmanneskju í eitt til tvö skipti. Þegar áföll ber að garði er algengt að við mannfólkið verðum ráðvillt og eigum erfitt með að finna bestu leiðina til að takast á við þau. Fólki líður oft eins og því sé hent inn í aðstæðurnar án leiðbeininga, enda eru viðbrögð við áföllum ekki meðfædd og ekki eru þau kennd í skóla heldur. Ef erfiðlega gengur að finna taktinn á eigin spýtur er engin skömm að því að leita sér hjálpar til að læra þær aðferðir sem vænlegastar eru til árangurs og fá hlutlausa manneskju til að ljá sér eyra og stuðning. Frekari upplýsingar um bæði stuðningsnetið og sálfræðiþjónustu má finna á heimasíðu okkar, www.kraftur.org og á Facebook-síðu samtakanna, https://www.facebook.com/kraftur.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt er að það sé fólki mikið áfall að greinast með krabbamein þótt vissulega sé það einstaklingsbundið. Af stað fer ákveðið ferli þar sem fólk þarf tíma til að átta sig á því hvað felst í greiningunni, hver staða dagsins í dag er og hverjar framtíðarhorfurnar eru. Það þarf tíma til að sætta sig við þá stöðu sem upp er komin og tíma til að syrgja fyrra heilbrigði. Margvíslegar breytingar á lífsháttum og færni fólks geta haft gífurlegar afleiðingar á líðan og tilfinningalíf fólks. Það getur verið bæði erfitt og orkufrekt að laga sig að nýjum lífstakti. Þessar breytingar hafa ekki síður áhrif á fjölskylduna sem einingu en sjúklinginn sem einstakling. Veikindi eins fjölskyldumeðlims eru ekki bara áfall fyrir hann sjálfan, heldur líka fólkið sem stendur honum nær. Aðstandendur eru oft áhyggjufullir og vita ekki við hverju er að búast þegar kemur að sjúkdómsframvindu og hvaða hlutverki þeir geta gegnt í því ferli sem farið er af stað. Flestir aðstandendur vilja ekkert fremur en að styðja við ástvin sinn sem þeim frekast er unnt, en oft vita þeir ekki hvers konar stuðningur er gagnlegastur. Við það bætist að skert færni hjá einum í fjölskyldunni getur leitt til breytinga á fjölskyldumynstri á marga vegu. Fjölskyldumeðlimir, bæði börn og maki, þurfa oft að taka á sig nýjar skyldur og meiri ábyrgð en áður, samhliða því að hafa áhyggjur af velferð sjúklingsins. Þetta getur valdið spennu og ruglingi, ekki síst þegar hlutverkaskipan hefur verið í föstum skorðum árum, jafnvel áratugum saman. Að ná jafnvæginu getur því verið heljarinnar verkefni. Maki og börn geta upplifað sig ráðvillt og vanmáttug, sjúklingurinn sömuleiðis. Hvernig er best að haga málum svo að aðlögunin takist sem best? Að geta leitað stuðnings, talað um áhyggjur sínar, hugðarefni og sorgir við aðra manneskju er hverjum manni nauðsynlegt. Við sem manneskjur þurfum á öðru fólki að halda og aldrei er stuðningsnetið, sem fjölskyldan myndar saman, mikilvægara en þegar erfiðleika ber að garði. Að takast á við hlutina saman eykur möguleika allra til að komast yfir erfiðleikana og vinna úr þeim á heilbrigðan hátt. Stuðningsfélag Mörgum finnst þó óþægilegt að leggja nema visst á fólkið sitt. Ennfremur leiðir nálægðin af sér litla yfirsýn yfir málin á þeirri stundu sem þau gerast. Og suma hluti skilja aðeins þeir sem hafa gengið í gegnum þá sjálfir. Að geta leitað til manneskju, sem hefur staðið í sporum manns og er reynslunni ríkari getur því verið ómetanlegt. Að geta speglað sig í þeim sem hafa gengið í gengum svipaða hluti og komist í gegnum þá. Að fá spurningum sem brenna á manni svarað. Að sjá það með eigin augum að það er ljós við enda ganganna. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Hjá Krafti bjóðum við meðlimum upp á öflugt stuðningsnet þar sem allir stuðningsfulltrúar hafa farið á námskeið og haldið er utan um starfið af sálfræðingi sem býður handleiðslu og stuðning. Ennfremur býðst meðlimum Krafts að koma í stuðningsviðtal hjá sálfræðingi, kjósi þeir það fremur, en mörgum finnst gott að koma og tala við fagmanneskju í eitt til tvö skipti. Þegar áföll ber að garði er algengt að við mannfólkið verðum ráðvillt og eigum erfitt með að finna bestu leiðina til að takast á við þau. Fólki líður oft eins og því sé hent inn í aðstæðurnar án leiðbeininga, enda eru viðbrögð við áföllum ekki meðfædd og ekki eru þau kennd í skóla heldur. Ef erfiðlega gengur að finna taktinn á eigin spýtur er engin skömm að því að leita sér hjálpar til að læra þær aðferðir sem vænlegastar eru til árangurs og fá hlutlausa manneskju til að ljá sér eyra og stuðning. Frekari upplýsingar um bæði stuðningsnetið og sálfræðiþjónustu má finna á heimasíðu okkar, www.kraftur.org og á Facebook-síðu samtakanna, https://www.facebook.com/kraftur.org.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun