Brýnt kjaramál Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs var umfjöllunarefni þriggja fræðierinda á fundi sem BSRB stóð fyrir í þarsíðustu viku, ásamt öðrum samtökum launafólks á vinnumarkaði, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Á fundinum var dregin upp skýr mynd af álagi og þeirri togstreitu sem fjölskyldur búa við. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslenskar mæður í fullu starfi vinna þannig í reynd meira en tvöfalda vinnuviku. Þær sinna atvinnu sinni en því til viðbótar bætist við rúmlega fullt starf vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuálag hefur áhrif á heilsu og vellíðan fólks í starfi og einkalífi. Því kemur það væntanlega ekki á óvart að á fundinum kom jafnframt fram að flest starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði telur styttingu vinnuvikunnar árangursríkustu leiðina til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnu og fjölskyldulífs. Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt helsta baráttumál BSRB og hefur krafan m.a. komið fram með skýrum hætti í undirbúningi vegna komandi kjarasamningsviðræðna. BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefni sem bandalagið tekur nú þátt í ásamt Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar en markmið verkefnisins er að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna. BSRB telur þó tilraunaverkefnið einungis fela í sér fyrstu skrefin í því mikilvæga verkefni að stytta vinnutímann þannig að starfsfólk geti notið frekari lífsgæða. Á fundinum var jafnframt bent á alvarlega stöðu fæðingarorlofskerfisins. Færri feður taka fæðingarlof nú en áður, þeir taka orlofið í færri daga og færri feður taka langt samfellt orlof. Þetta felur í sér að markmið fæðingarorlofslaganna um jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaði er í mikilli hættu. Það hefur verið skýr krafa BSRB að stjórnvöld setji nú þegar aukið fjármagn til fæðingarorlofssjóðs þannig að hægt sé að hækka greiðsluþakið og lengja fæðingarorlofstímann. Af þessum sökum er markmiðið um fjölskylduvænt samfélag eitt þýðingarmesta kjaramál félagsmanna BSRB um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs var umfjöllunarefni þriggja fræðierinda á fundi sem BSRB stóð fyrir í þarsíðustu viku, ásamt öðrum samtökum launafólks á vinnumarkaði, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Á fundinum var dregin upp skýr mynd af álagi og þeirri togstreitu sem fjölskyldur búa við. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslenskar mæður í fullu starfi vinna þannig í reynd meira en tvöfalda vinnuviku. Þær sinna atvinnu sinni en því til viðbótar bætist við rúmlega fullt starf vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuálag hefur áhrif á heilsu og vellíðan fólks í starfi og einkalífi. Því kemur það væntanlega ekki á óvart að á fundinum kom jafnframt fram að flest starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði telur styttingu vinnuvikunnar árangursríkustu leiðina til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnu og fjölskyldulífs. Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt helsta baráttumál BSRB og hefur krafan m.a. komið fram með skýrum hætti í undirbúningi vegna komandi kjarasamningsviðræðna. BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefni sem bandalagið tekur nú þátt í ásamt Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar en markmið verkefnisins er að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna. BSRB telur þó tilraunaverkefnið einungis fela í sér fyrstu skrefin í því mikilvæga verkefni að stytta vinnutímann þannig að starfsfólk geti notið frekari lífsgæða. Á fundinum var jafnframt bent á alvarlega stöðu fæðingarorlofskerfisins. Færri feður taka fæðingarlof nú en áður, þeir taka orlofið í færri daga og færri feður taka langt samfellt orlof. Þetta felur í sér að markmið fæðingarorlofslaganna um jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaði er í mikilli hættu. Það hefur verið skýr krafa BSRB að stjórnvöld setji nú þegar aukið fjármagn til fæðingarorlofssjóðs þannig að hægt sé að hækka greiðsluþakið og lengja fæðingarorlofstímann. Af þessum sökum er markmiðið um fjölskylduvænt samfélag eitt þýðingarmesta kjaramál félagsmanna BSRB um þessar mundir.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun