Myndaði í törnum og svaf svo þess á milli Magnús Guðmundsson skrifar 22. mars 2015 12:00 Ragnar Th. Sigurðsson fagnar fjörutíu ára starfsafmæli seinna á þessu ári. Visir/Vilhelm Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari sýnir um þessar mundir á neðri hæðinni í Gerðarsafni. Ragnar, sem hefur lengi verið einn afkastamesti og besti ljósmyndari þjóðarinnar, fagnar fjörutíu ára starfsafmæli síðar á þessu ári. Myndirnar á sýningu Ragnars koma víða að og má nefna myndefni á borð við ísbirni á Svalbarða, hlébarða í Afríku og eldgos á Íslandi. Það vekur óhjákvæmilega þá spurningu hvort hér sé ekki um að ræða yfirlitssýningu á ferli Ragnars?hlébarði Mætti þessum í Namibíu þar sem ég var á ferðinni strax eftir að meðferðinni lauk.„Nei, þetta eru nú allt myndir frá síðasta ári nema svona stöku örlítið eldri myndir í bland. Þetta er nú bara það sem maður er að vinna við og hefur gert lengi. Megnið af mínum myndum eru seldar erlendis en ég sel t.d. mikið í Rússlandi, Ástralíu, Kína, Suður-Ameríku og svo auðvitað Evrópu og Bandaríkjunum. Af þessu leiðir að ég er líka að mynda um víða veröld. Það er eiginlega þannig að verkefnið ræður för hverju sinni. Það sem ég hins vegar mynda hérna heima er allt það sem ég finn ekki annars staðar í veröldinni; allt frá eldgosum og jöklum til smásjármynda og hjartaaðgerða.“ Óhjákvæmilega hafa mikil ferðalög löngum verið fylgifiskur vinnunnar hjá Ragnari. Þau hafa því verið hluti af lífi hans og starfi í hartnær fjörutíu ár. „Það hefur vissulega fylgt þessu þvælingur en svo fékk ég krabbamein í hálsinn fyrir einu og hálfu ári og það stoppaði mig af í ákveðinn tíma. Það átti ekki við mig að stoppa, svo ég prófaði að vinna þrátt fyrir að vera á sterkum lyfjum. Þannig var þetta til að mynda þegar ég var að mynda í Afríku og eins í eldgosinu. Úthaldið var auðvitað ekki mikið þar sem ég þurfti mikið að sofa en ég gerði það sem ég þurfti að gera og svaf svo bara þess á milli.“eldgos Tekið í upphafi gossins í Holuhrauni.Allur ágóði af sölu verka á sýningunni fer til að styrkja Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. „Þau reyndust mér ákaflega vel þar og ég er búinn að njóta þessara frábæru samtaka. Nú vil ég styrkja þau. Þau taka við þegar manni er hent út að lokinni erfiðri krabbameinsmeðferð og er sagt að koma bara aftur í eftirlit eftir þrjá mánuði. Þarna fær maður andlegan og félagslegan stuðning sem breytir öllu fyrir mann við þessar aðstæður og fyrir það er ég óendanlega þakklátur.“ Ég er dálítið tjónaður eftir þetta; búinn að missa bragðskyn, alltaf syfjaður og engan veginn með fyrri starfsorku. En ég er búinn að sætta mig við þessi skertu lífsgæði, finnst ánægjulegt að geta haldið áfram að vinna og horfi björtum augum til framtíðarinnar.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari sýnir um þessar mundir á neðri hæðinni í Gerðarsafni. Ragnar, sem hefur lengi verið einn afkastamesti og besti ljósmyndari þjóðarinnar, fagnar fjörutíu ára starfsafmæli síðar á þessu ári. Myndirnar á sýningu Ragnars koma víða að og má nefna myndefni á borð við ísbirni á Svalbarða, hlébarða í Afríku og eldgos á Íslandi. Það vekur óhjákvæmilega þá spurningu hvort hér sé ekki um að ræða yfirlitssýningu á ferli Ragnars?hlébarði Mætti þessum í Namibíu þar sem ég var á ferðinni strax eftir að meðferðinni lauk.„Nei, þetta eru nú allt myndir frá síðasta ári nema svona stöku örlítið eldri myndir í bland. Þetta er nú bara það sem maður er að vinna við og hefur gert lengi. Megnið af mínum myndum eru seldar erlendis en ég sel t.d. mikið í Rússlandi, Ástralíu, Kína, Suður-Ameríku og svo auðvitað Evrópu og Bandaríkjunum. Af þessu leiðir að ég er líka að mynda um víða veröld. Það er eiginlega þannig að verkefnið ræður för hverju sinni. Það sem ég hins vegar mynda hérna heima er allt það sem ég finn ekki annars staðar í veröldinni; allt frá eldgosum og jöklum til smásjármynda og hjartaaðgerða.“ Óhjákvæmilega hafa mikil ferðalög löngum verið fylgifiskur vinnunnar hjá Ragnari. Þau hafa því verið hluti af lífi hans og starfi í hartnær fjörutíu ár. „Það hefur vissulega fylgt þessu þvælingur en svo fékk ég krabbamein í hálsinn fyrir einu og hálfu ári og það stoppaði mig af í ákveðinn tíma. Það átti ekki við mig að stoppa, svo ég prófaði að vinna þrátt fyrir að vera á sterkum lyfjum. Þannig var þetta til að mynda þegar ég var að mynda í Afríku og eins í eldgosinu. Úthaldið var auðvitað ekki mikið þar sem ég þurfti mikið að sofa en ég gerði það sem ég þurfti að gera og svaf svo bara þess á milli.“eldgos Tekið í upphafi gossins í Holuhrauni.Allur ágóði af sölu verka á sýningunni fer til að styrkja Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. „Þau reyndust mér ákaflega vel þar og ég er búinn að njóta þessara frábæru samtaka. Nú vil ég styrkja þau. Þau taka við þegar manni er hent út að lokinni erfiðri krabbameinsmeðferð og er sagt að koma bara aftur í eftirlit eftir þrjá mánuði. Þarna fær maður andlegan og félagslegan stuðning sem breytir öllu fyrir mann við þessar aðstæður og fyrir það er ég óendanlega þakklátur.“ Ég er dálítið tjónaður eftir þetta; búinn að missa bragðskyn, alltaf syfjaður og engan veginn með fyrri starfsorku. En ég er búinn að sætta mig við þessi skertu lífsgæði, finnst ánægjulegt að geta haldið áfram að vinna og horfi björtum augum til framtíðarinnar.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira