Leika sér að ljóðum Vilborgar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2015 13:30 Líflegt er á sviðinu í leikdagskránni Enn hefur mig dreymt. Vísir/Ernir „Við erum að leika okkur að ljóðunum hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem ætlar að stjórna leikdagskrá í Iðnó á sunnudaginn. Þar verða, auk hennar, sjö konur úr hópnum Sviðslistakonur 50+ og tvær tónlistarkonur að auki. „Það er alls ekki þannig að hver konan af annarri standi upp og lesi ljóð heldur eru þau sungin og brotin upp og flutt með margvíslegum hætti,“ lýsir Þórhildur og segir skáldið Vilborgu ekkert skipta sér af flutningnum. „Þetta er samt allt gert með hennar góðfúslega leyfi og hún mætir örugglega ef hún getur. Þessi viðburður heitir á fésbókinni Vilborgargjörningur en Þórhildur kveðst leggjast gegn því nafni. "Mér finnst það svo ó-Vilborgarlegt," segir hún. Við köllum bara dagskrána Enn hefur mig dreymt.“ Flytjendur eru Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlistin er eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu sem flytur hana ásamt leikkonunum og Arnhildi Valgarðsdóttur tónlistarkonu. Leikmynd og búninga gerir Rebekka Ingimundardóttir. Frumsýning á Enn hefur mig dreymt verður klukkan 17 á sunnudag og önnur sýning er klukkan 20 á mánudaginn, 23. mars. „Þarna koma saman sér til skemmtunar konur sem eru yfir fimmtugt – skuggaverur samfélagsins,“ segir Þórhildur sposk. „Ég get lofað því að þær verða öðrum til skemmtunar líka.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum að leika okkur að ljóðunum hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem ætlar að stjórna leikdagskrá í Iðnó á sunnudaginn. Þar verða, auk hennar, sjö konur úr hópnum Sviðslistakonur 50+ og tvær tónlistarkonur að auki. „Það er alls ekki þannig að hver konan af annarri standi upp og lesi ljóð heldur eru þau sungin og brotin upp og flutt með margvíslegum hætti,“ lýsir Þórhildur og segir skáldið Vilborgu ekkert skipta sér af flutningnum. „Þetta er samt allt gert með hennar góðfúslega leyfi og hún mætir örugglega ef hún getur. Þessi viðburður heitir á fésbókinni Vilborgargjörningur en Þórhildur kveðst leggjast gegn því nafni. "Mér finnst það svo ó-Vilborgarlegt," segir hún. Við köllum bara dagskrána Enn hefur mig dreymt.“ Flytjendur eru Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlistin er eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu sem flytur hana ásamt leikkonunum og Arnhildi Valgarðsdóttur tónlistarkonu. Leikmynd og búninga gerir Rebekka Ingimundardóttir. Frumsýning á Enn hefur mig dreymt verður klukkan 17 á sunnudag og önnur sýning er klukkan 20 á mánudaginn, 23. mars. „Þarna koma saman sér til skemmtunar konur sem eru yfir fimmtugt – skuggaverur samfélagsins,“ segir Þórhildur sposk. „Ég get lofað því að þær verða öðrum til skemmtunar líka.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira