Hinn grái hversdagsleiki Stjórnarmaðurinn skrifar 18. mars 2015 12:00 Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira