Eiður Smári getur náð aftur metinu sem pabbi hans átti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 08:00 Vísir/Getty Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn